Unglingamót vetrarins

Mótaskrá fyrir unglingamót vetrarins er komin út. Mót vetrarins eru:

Meistarakeppni ungmenna. 

1. umferð            2. október

2. umferð            6. nóvember

3. umferð            4. desember

4. umferð            8. janúar

5. umferð            5. febrúar

 

 Íslandsmót unglingaliða.
1. umferð            27. október
2. umferð            24 . nóvember
3. umferð            26. janúar
4. umferð            23. febrúar
5. umferð            30. mars
6. umferð             3. apríl
Úrslit                   7. – 8. apríl. (Vara dagssetning er 5/4 vegna Bikarúrslita liða). 

 

Íslandsmót unglinga.  
28. og 29. janúar.
4. og 5. febrúar.

ÁHE

1. deild karla

Leiknir voru 5 leikir í  1. deildar karla í gærkvöldi.  Nýliðarnir í deildinni, KFK-Keiluvinir og ÍR-L öttu kappi og fóru ÍR-L með sigur af hólmi, 14,5 gegn 5,5, sem skilaði þeim í 3.-4. sæti með ÍR-A, sem sigruðu KFR-Stormsveitina einnig 14,5 gegn 5,5.  Þá sigruðu KR-B JP-Kast með 15,5 gegn 4,5 stigum og Íslandsmeistarar ÍR-KLS sigruðu KFR-Lærlinga með 13 stigum gegn 7.  Það eru ÍR-PLS sem sitja nú einir í efsta sæti deildarinnar með 17 stig eftir sigur gegn ÍR-P, sem tóku 3 stig af ÍR-PLS.

Staðan í deildinni í deildinni er þessi:

 

Sæti Lið L Skor liðs Skor móth. Stjörnur Stig
1 ÍR-PLS 1 2.284 1.993 0 17,0
2 KR-B 1 2.283 2.157 0 15,5
3 ÍR-L 1 1.891 1.391 0 14,5
4 ÍR-A 1 2.172 2.007 0 14,5
5 ÍR-KLS 1 2.452 2.211 0 13,0
6 KFR-Lærlingar 1 2.211 2.452 0 7,0
7 KFR-Stormsveitin 1 2.007 2.172 0 5,5
8 KFK-Keiluvinir 1 1.391 1.891 0 5,5
5 JP-Kast 1 2.157 2.283 0 4,5
6 ÍR-P 1 1.993 2.284 0 3,0
7 ÍA-A 0 00 00 0 0,0
8 KR-A 0 00 00 0 0,0

Verið er að leggja loka hönd á breytingu tölvukerfa KLÍ vegna nýja fyrirkomulagsins, og er ítarlegri staða væntanleg bráðlega.

Deildakeppni hafin

Í gærkvöld hófst deildakeppnin með þremur leikjum í 1. deild kvenna.  Eins og kunnugt er var stigagjöf breytt fyrir þetta tímabil þannig að alls eru nú 20 stig í pottinum; 2 fyrir hvern unnin leik liðs, 2 fyrir hærra heildarskor, og síðan 1 fyrir sigur leikmanns innbyrðis, þ.e. liðsmanni mótherja sem er á sama stað í rásröðinni.  Sé jafnt er stigum skipt til helminga.
Leikar fóru á þá leið að ÍR-BK sigraði ÍR-KK með 17 stigum gegn þremur, sem skilaði þeim í efsta sæti deildarinnar.  Þá sigruðu ÍR-TT KFR-Skutlurnar 14-6, og KFR-Valkyrjur unnu KFR-Flakkara, einnig 14-6.

Staðan í deildinni eftir þessa þrjá leiki 1. umferðar er sem hér segir:

Lið L Skor liðs Skor móth. Stjörnur Stig
ÍR-BK 1 1557 1333 1 17
KFR-Valkyrjur 1 1915 1694 4 14
ÍR-TT 1 1865 1737 4 14
KFR-Skutlurnar 1 1737 1865 2 6
KFR-Flakkarar 1 1694 1915 0 6
ÍR-KK 1 1333 1557 1 3
ÍA 0 0 0 0 0
KFR-Afturgöngurnar 0 0 0 0 0

Fjórði og síðasti leikur umferðarinnar fer fram á Akranesi næstkomandi sunnudag kl. 13.00, þegar ÍA stúlkur taka á móti liði KFR-Afturgangna.

Í kvöld kl.20:00 hefst síðan keppni í 1. deild karla með 5 leikjum í Keilu í Mjódd, en sá sjötti verður leikinn á Akranesi á sunnudag kl. 16:00.  1. umferð í 2. deild verður svo leikin annað kvöld, en allir fjórir leikir umferðarinnar verða á sama tíma, kl. 20:00, í Keilu í Mjódd.

Keila.is breytir um heimavöll

Lið Keila.is úr KFK hefur ákveðið að færa heimavöll sinn úr Keiluhöllinni Öskjuhlíð í Keilu í Mjódd. Vegna þessa verða einhverjar breytingar á niðurröðun 2. deildar, við birtum hér tvær fyrstu umferðirnar en plani fyrir deildina verður dreift á liðin í fyrstu umferð.

  1. umferð
  Keila í Mjódd 21.9.2005 kl. 20:00
1 – 2 ÍR – T ÍR – NAS
3 – 4 Þröstur – KFR ÍR – G
5 – 6 KR – C ÍA – b
7 – 8 Keila.is – KFK ÍR – Línur
     
  2. umferð
  Keila í Mjódd 28.9.2005 kl. 20:00
1 – 2 ÍR – Línur Þröstur – KFR
3 – 4 ÍR – T Keila.is – KFK
5 – 6 ÍR – NAS ÍA – b
7 – 8 ÍR – G KR – C
     

ÁHE

Meistarar meistaranna

Í gær var leikin Meistarakeppni KLÍ þar sem mættust Íslands- og Bikarmeistara síðasta árs. KFR-Valkyrjur og ÍR-KLS unnu báða þess titla á síðast ári og því mættu liðin sem urðu í örðu sæti í bikar til leiks, KFR-Flakkarar í kvennaflokki og KFR-Lærlingar.

Leikurinn í karlaflokki var spennandi og á endanum munaði aðeins einu stigi á liðunum. ÍR-KLS sigraði 2321 – 2320.
Hæstu seríu (3 leikir) kvöldsins áttu Steinþór Jóhannsson ÍR-KLS
653 og Hafþór Harðarson KFR-Lærlingum 649.

Í kvennaflokki áttust við KFR-Valkyrjur og KFR-Flakkarar. Þessi leikur varð ekki eins spennandi og yfirburðir KFR-Valkyrja voru miklir. Lið KFR-Flakkara er mikið breytt frá síðasta ári og áttu þær aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturunum. KFR-Valkyrjur sigruðu 1967 -1794.
Hæstu seríu kvöldsins átti Sigfríður Sigurðardóttir KFR-Valkyrjur 599.

Íslandsmót liða hefst á mánudag en þá er leikið í kvennadeild, á þriðjudag í 1. deild karla og miðvikudag í 2. deild karla.

ÁHE

Olíuburði breytt

Tækninefnd hefur ákveðið að breyta olíuburði í Keilu í Mjódd fyrir deildakeppnina. Lengd verður 40ft og fer mest í 45-50 einingar. Graf af olíunni verður birt um leið og starfsmaður Keilu í Mjódd kemur til vinnu eftir frí.

ÁHE

Keppnisbanni aflétt

Keppnisbanni yfir Ívari G. Jónassyni ÍR-KLS hefur verið aflétt. Ívar var dæmdur í keppnisbann af stjórn KLÍ vegna skuldar við sambandið en hefur nú gengið frá sínum málum og er því löglegur með ÍR-KLS gegn Lærlingum í kvöld í meistarakeppninni.

ÁHE

300 leikur hjá Hafþóri

Hafþór Harðarson úr KFR spilaði fullkomin leik í gær, 300, í Haustmótinu í Keilu í Mjódd. Hafþór er áttundi íslendingurinn til þess að spila 300. Áður hafa Ásgeir Þór Þórðarson ÍR (2), Sigurður Lárusson KFR, Jón Helgi Bragason ÍR, Magnús Magnússon KR, Freyr Bragason KFR, Björn Birgisson KFR og Steinþór Jóhannsson ÍR spilað fullkomin leik.

ÁHE