Í gærkvöld hófst deildakeppnin með þremur leikjum í 1. deild kvenna. Eins og kunnugt er var stigagjöf breytt fyrir þetta tímabil þannig að alls eru nú 20 stig í pottinum; 2 fyrir hvern unnin leik liðs, 2 fyrir hærra heildarskor, og síðan 1 fyrir sigur leikmanns innbyrðis, þ.e. liðsmanni mótherja sem er á sama stað í rásröðinni. Sé jafnt er stigum skipt til helminga.
Leikar fóru á þá leið að ÍR-BK sigraði ÍR-KK með 17 stigum gegn þremur, sem skilaði þeim í efsta sæti deildarinnar. Þá sigruðu ÍR-TT KFR-Skutlurnar 14-6, og KFR-Valkyrjur unnu KFR-Flakkara, einnig 14-6.
Staðan í deildinni eftir þessa þrjá leiki 1. umferðar er sem hér segir:
| Lið |
L |
Skor liðs |
Skor móth. |
Stjörnur |
Stig |
| ÍR-BK |
1 |
1557 |
1333 |
1 |
17 |
| KFR-Valkyrjur |
1 |
1915 |
1694 |
4 |
14 |
| ÍR-TT |
1 |
1865 |
1737 |
4 |
14 |
| KFR-Skutlurnar |
1 |
1737 |
1865 |
2 |
6 |
| KFR-Flakkarar |
1 |
1694 |
1915 |
0 |
6 |
| ÍR-KK |
1 |
1333 |
1557 |
1 |
3 |
| ÍA |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
| KFR-Afturgöngurnar |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
Fjórði og síðasti leikur umferðarinnar fer fram á Akranesi næstkomandi sunnudag kl. 13.00, þegar ÍA stúlkur taka á móti liði KFR-Afturgangna.
Í kvöld kl.20:00 hefst síðan keppni í 1. deild karla með 5 leikjum í Keilu í Mjódd, en sá sjötti verður leikinn á Akranesi á sunnudag kl. 16:00. 1. umferð í 2. deild verður svo leikin annað kvöld, en allir fjórir leikir umferðarinnar verða á sama tíma, kl. 20:00, í Keilu í Mjódd.