Halldór Ragnar og Guðný efst eftir forkeppni

Forkeppni Íslandsmóts Para 2006 lauk í kvöld. Alls eru átta pör skráð til leiks og léku þau 6 leiki í forkeppni. Eftir þessa 6 leiki eru Halldór Ragnar Halldórsson ÍR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR efst með 193.6 í mtl., næst eru Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn G. Sigurðsson KR með 186.7 í mtl. og þriðju eru Þórhallur Hálfdánarson ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 172.1 í mtl. Milliriðill verður spilaður á morgun kl. 9:00 í Keilu í Mjódd og strax að honum loknum leika efstu tvö pörin til úrslita.

Sjá stöðu í mótinu hér.


Halldór Ragnar spilaði best í kvöld eða 1255.

KR-c mætir KR-b

 

Í kvöld var dregið í 8 liða úrslitum bikars karla og kvenna. Eftirtalin lið mætast:

Kvennaflokkur      
ÍR-TT ÍR-BK 11. febrúar 9:00
KFR-Flakkarar KFR-Afturgöngur 11. febrúar 9:00

KFR-Valkyrjur og ÍA sitja yfir og fara beint í undanúrslit.

Karlaflokkur      
KFR-Lærlingar  ÍR-A 11. febrúar 9:00
ÍR-KLS JP-Kast 12. febrúar 20:00
ÍR-PLS KFR-Þröstur 12. febrúar 20:00
KR-C KR-B 12. febrúar 20:00

Allir leikirnir í kvenna- og karlaflokki fara fram í Keilu í Mjódd.

ÁHE

Bikarkeppni liða

Mánudagskvöldið 16. janúar verður dregið í bikarkeppni liða, 8 liða úrslitum karla og kvenna. 
6 lið eru skráð til keppni hjá konunum þannig að tvö lið munu sitja hjá í 8 liða úrslitum. Liðin sem skráð eru til keppni eru: Afturgöngurnar, Flakkarar, ÍA, ÍR-BK, ÍR-TT og Valkyrjur.
16 liða úrslitum hjá körlunum er ekki lokið en þeim mun ljúka nú um helgina en þá mætast:

Laugardagur 14. janúar 2006 kl. 9:00 í Keilu í Mjódd
1 – 2 ÍR-PLS – ÍR-P
3 – 4 ÍR-G – ÍR-A
5 – 6 Þröstur – Stormsveitin

Hin liðin sem eru komin áfram í 8 liða úrslit eru: KR-B, KFR-Lærlingar, ÍR-KLS, KR-C og JP-Kast.

ÁHE

 


ÍR-KLS urðu Bikarmeistarar 2005

 

Meistarakeppni ungmenna, 4. umferð

Fjórða umferð í Meistarakeppni ungmenna fór fram í dag. Sigurvegarar urðu:

2. flokkur pilta: Hafþór Harðarson KFR
3. flokkur pilta: Jón Ingi Ragnarsson KFR
3. flokkkur stúlkna: Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR
4. flokkur pilta: Daníel Freyr Sigurðsson ÍR
4. flokkur stúlkna: Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA

Í dag var í fyrsta skipti leikið í einstaklingasmóti á vegum KLÍ á Akranesi en þar fór fram keppni í 4. flokki pilta og stúlkna. Hinir flokkarnir léku í Keilu í Mjódd.

ÁHE


3. flokkkur stúlkna 

16 liða úrslit hafin

Í gær hófust 16 liða úrslit í Bikarkeppni KLÍ. Úrslit urðu sem hér segir:

ÍR-NAS KR-B 0 3
KFK-Keila.is KFR-Lærlingar 0 3
ÍR-L ÍR-KLS 1 3
KR-C ÍA-A 3 1

Í dag áttust svo við ÍA-B – JP-Kast upp á Akranesi. Við höfum ekki fengið úrslit úr þeim leik.

Næsta laugardag klárast svo umferðin en þá leika:

Laugardagur 14. janúar 2006 kl. 9:00 í Keilu í Mjódd
1 – 2 ÍR-PLS – ÍR-P
3 – 4 ÍR-G – ÍR-A
5 – 6 Þröstur – Stormsveitin

ÁHE

KR efst í Félagakeppninni

Í gær fór fram fyrsta umferð í Félagakeppni KLÍ. Það eru KR-ingar sem eru í efsta sæti eftir umferðina en ÍR kemur fast á hæla þeirra. Staðan í keppninni er þannig:

KR 29
ÍR 25
KFR 19
KFA 12
KFK 5

Leiknar verða þrjár umferðir í vetur, næst 8. febrúar. Það félag sem verður með flest stig eftir umferðirnar þrjár telst sigurvegari.

ÁHE

 

 

Keilarar ársins 2005

Í hófi hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var tilkynnt um keilara ársins 2005. Keilarar ársins hjá KLÍ eru Magnús Magnússon KR og Sigfríður Sigurðardóttir KFR. Bæði urðu þau Íslandsmeistarar á árinu ásamt því að standa sig vel á mótum bæði hér heima og erlendis.

ÁHE


Magnús og Sigfríður.