|
Forkeppni Íslandsmóts Para 2006 lauk í kvöld. Alls eru átta pör skráð til leiks og léku þau 6 leiki í forkeppni. Eftir þessa 6 leiki eru Halldór Ragnar Halldórsson ÍR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR efst með 193.6 í mtl., næst eru Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn G. Sigurðsson KR með 186.7 í mtl. og þriðju eru Þórhallur Hálfdánarson ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 172.1 í mtl. Milliriðill verður spilaður á morgun kl. 9:00 í Keilu í Mjódd og strax að honum loknum leika efstu tvö pörin til úrslita. |
|
Íslandsmót Para – Æfingatími fellur niður
|
Vegna tvíbókunnar í Keilu í Mjódd hefur verið ákveðið að fella niður alla æfingatíma fyrir Íslandsmót Para. Mótið hefst því á laugardag kl. 19:00 í Keilu í Mjódd samkvæmt auglýsingu.
ÁHE
|
![]() |
KR-c mætir KR-b
Í kvöld var dregið í 8 liða úrslitum bikars karla og kvenna. Eftirtalin lið mætast:
KFR-Valkyrjur og ÍA sitja yfir og fara beint í undanúrslit.
Allir leikirnir í kvenna- og karlaflokki fara fram í Keilu í Mjódd. ÁHE |
Valgeir á NFS
| Valgeir Guðbjartsson formaður KLÍ var íþróttaspjallinu á NFS í gær. Margt athyglivert kom fram í viðtalinu og talaði Valgeir meðal annars um að aðstaða til æfinga ætti eftir að batna mikið á næstunni. Smellið hér til að horfa á viðtalið, það er aftarlega í íþróttapakkanum. | ![]() Valgeir Guðbjartsson formaður KLÍ |
ÁHE
Bikarkeppni liða
|
Mánudagskvöldið 16. janúar verður dregið í bikarkeppni liða, 8 liða úrslitum karla og kvenna. Laugardagur 14. janúar 2006 kl. 9:00 í Keilu í Mjódd Hin liðin sem eru komin áfram í 8 liða úrslit eru: KR-B, KFR-Lærlingar, ÍR-KLS, KR-C og JP-Kast. ÁHE |
|
Íslandsmót Para
Skráningu í Íslandsmót Para líkur í kvöld kl. 22:00. Hægt er að skrá sig í Keilu í Mjódd og á netfanginu [email protected].
ÁHE
Meistarakeppni ungmenna, 4. umferð
|
Fjórða umferð í Meistarakeppni ungmenna fór fram í dag. Sigurvegarar urðu: 2. flokkur pilta: Hafþór Harðarson KFR Í dag var í fyrsta skipti leikið í einstaklingasmóti á vegum KLÍ á Akranesi en þar fór fram keppni í 4. flokki pilta og stúlkna. Hinir flokkarnir léku í Keilu í Mjódd. ÁHE |
|
16 liða úrslit hafin
Í gær hófust 16 liða úrslit í Bikarkeppni KLÍ. Úrslit urðu sem hér segir:
| ÍR-NAS | – | KR-B | 0 | – | 3 |
| KFK-Keila.is | – | KFR-Lærlingar | 0 | – | 3 |
| ÍR-L | – | ÍR-KLS | 1 | – | 3 |
| KR-C | – | ÍA-A | 3 | – | 1 |
Í dag áttust svo við ÍA-B – JP-Kast upp á Akranesi. Við höfum ekki fengið úrslit úr þeim leik.
Næsta laugardag klárast svo umferðin en þá leika:
Laugardagur 14. janúar 2006 kl. 9:00 í Keilu í Mjódd
1 – 2 ÍR-PLS – ÍR-P
3 – 4 ÍR-G – ÍR-A
5 – 6 Þröstur – Stormsveitin
ÁHE
KR efst í Félagakeppninni
|
Í gær fór fram fyrsta umferð í Félagakeppni KLÍ. Það eru KR-ingar sem eru í efsta sæti eftir umferðina en ÍR kemur fast á hæla þeirra. Staðan í keppninni er þannig:
Leiknar verða þrjár umferðir í vetur, næst 8. febrúar. Það félag sem verður með flest stig eftir umferðirnar þrjár telst sigurvegari. ÁHE |
![]() |
Keilarar ársins 2005
| Í hófi hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var tilkynnt um keilara ársins 2005. Keilarar ársins hjá KLÍ eru Magnús Magnússon KR og Sigfríður Sigurðardóttir KFR. Bæði urðu þau Íslandsmeistarar á árinu ásamt því að standa sig vel á mótum bæði hér heima og erlendis.
ÁHE |
|




.gif)
.gif)
