| Nú er lokið forkeppni í Íslandsmótinu m/forgjöf. Það eru Jón Ingi Ragnarsson KFR og Steinunn Guðmundsdóttir KFA sem eru í efstu sætunum, Jón með 218 í meðaltal og Steinunn með 217,75 í meðaltal. Nú halda 16 karlar áfram í milliriðil en það þurfti 190,5 í meðaltal til að komast inn í þann hóp. Hjá konunum halda efstu 12 áfram og þar þurfti 185,75 í meðaltal til að komast áfram. Milliriðill verður leikin í Keiluhöllinni Öskjuhlíð kl. 9:00 í fyrramálið. Sjá stöðu í mótinu hér. |
|
Ásgrímur og Sigfríður efst
|
Eftir fyrsta keppnisdag á Íslandsmóti einstaklinga m/forgjöf eru Ásgrímur H. Einarsson og Sigfríður Sigurðardóttir efst. Ásgrímur lék á 218 mtl. en Sigfríður á 215 mtl. Staðan á þremur efstu er: Karlar: Konur: Síðar hópur í forkeppni leikur á morgun í Keilu í Mjódd kl. 18:00. Smellið hér til að sjá stöðu. |
|
Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf
| Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf hefst í kvöld í Keilu í Mjódd. Forkeppnin verður leikin í dag kl. 21:00 og á morgun kl. 18:00. Smellið hér til að sjá þátttakendalista, riðlaskipan, brautaskipan og forgjafalista. | ![]() |
Nýtt meðaltal
| Nýtt alsherjarmeðaltal leit dagsins ljós í dag. Mikil vinna hefur farið fram undanfarin mánuð við að koma öllum leikjum sem spilaðir hafa verið síðan síðasta meðaltal kom út vorið 2005. Meðaltalið nú gildir til 31. janúar. Smellið hér til að skoða meðaltalið. | ![]() |
Dregið í bikar
|
Í gær var dregið í undanúrslit í Bikarkeppni KLÍ. Eftirtalin lið mætast: Kvennaflokkur: Karlaflokkur: Allir leikirnir fara fram í Keilu í Mjódd og verða leiknir laugardaginn 18. mars kl. 9:00. |
![]() |
Æfingar í hádeginu í KÍM
| Keila í Mjódd hefur ákveðið á bjóða upp á æfingatíma fyrir Íslandsmót einstaklinga með forgjöf í hádeginu alla daga fram að móti. Í mótinu verður notaður 44 ft. olíuburður, sjá graf hér. | ![]() |
Fullt í Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf
Nú hafa öll sæti verið fyllt í Íslandsmóti einstaklinga m/forgjöf. Mótið hefst á fimmtudaginn. Smellið hér til að sjá rástíma og brautaskipan fyrir mótið.
ÁHE
Úrslit í bikar
Um helgina var leikið í 8 liða úrslitum í Bikarkeppni KLÍ, karla og kvenna. Úrslit urðu sem hér segir:
Konur:
ÍR-TT – ÍR-BK 3 – 0
KFR-Afturgöngur – KFR-Flakkarar 2 – 2 (KFR-Afturgöngur unnu eftur framlengingu).
Karlar:
KFR-Lærlingar – ÍR-A 2 – 2 (KFR-Lærlingar unnu eftir fremlengingu)
ÍR-KLS – KFR-JPKAST 3 – 0
KR-C – KR-B – 0 – 3
Síðasti leikur í 8 liða úrslitum er leikur ÍR-PLS og KFR-Þrasta en hann verður leikinn fimmtudaginn 23/2 kl. 18:30 í Mjódd. Dregið verður í undanúrslit á morgun kl. 19:45 í Keilu í Mjódd. Undanúrslit verða leikin laugardaginn 18/3. Í pottinum verða ÍR-TT, KFR-Afturgöngur, KFA-ÍA og KFR Valkyrjur hjá konunum en hjá körlunum KFR-Lærlingar, ÍR-KLS, KR-B og sigurvegarinn úr viðureign KFR-Þrasta og ÍR-PLS.
ÁHE
Laus sæti í Íslandsmót með forgjöf
Í gærkvöld lauk auglýstum skráningartíma í Íslandsmót einstaklinga með forgjöf. 46 skráðu sig, eða 32 karlar og 14 konur, en það er töluverð aukning frá því í fyrra.
Ákveðið hefur verið að leyfa skráningar í þau 4 sæti sem laus eru á fimmtudag til að jafnt sé á brautum, og er skráning á netfanginu [email protected], eða hjá Þórhalli í síma 899-3654. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
ÞH
Nýtt meðaltal handan við hornið
Undanfarnar vikur hefur fjöldi fólks lagt mikla vinnu við að koma niðurstöðum úr mótum á þeirra vegum til KLÍ til skráningar í meðaltal. Í fyrsta sinn er verið að skila inn gögnum á nýju formi, þar sem fram koma meiri upplýsingar en áður, og eru leikjablokkir, allt að 9 leikir, settar saman inn, í stað 3ja leikja eins og áður hefur verið. Með því má meðal annars finna hæstu 6 leiki leikmanna.
Nú lýtur allt út fyrir að meðaltal líti dagsins ljós um þessa helgi, sem miðast þá við 31. janúar síðastliðinn. Það mun að sjálfsögðu vera birt bæði hér á vefnum sem og í keilusölunum.
Allsherjarmeðaltal hefur ekki verið gefið út í nokkurn tíma, en með þeim breytingum sem staðið hafa yfir verður mun auðveldara og fljótlegra en áður að gefa út meðaltal.
ÞH


