Jón Ingi og Steinunn efst

Nú er lokið forkeppni í Íslandsmótinu m/forgjöf. Það eru Jón Ingi Ragnarsson KFR og Steinunn Guðmundsdóttir KFA sem eru í efstu sætunum, Jón með 218 í meðaltal og Steinunn með 217,75 í meðaltal. Nú halda 16 karlar áfram í milliriðil en það þurfti 190,5 í meðaltal til að komast inn í þann hóp. Hjá konunum halda efstu 12 áfram og þar þurfti 185,75 í meðaltal til að komast áfram.
Milliriðill verður leikin í Keiluhöllinni Öskjuhlíð kl. 9:00 í fyrramálið. Sjá stöðu í mótinu hér.
 


Keppendur kvöldsins.

Ásgrímur og Sigfríður efst

Eftir fyrsta keppnisdag á Íslandsmóti einstaklinga m/forgjöf eru Ásgrímur H. Einarsson og Sigfríður Sigurðardóttir efst. Ásgrímur lék á 218 mtl. en Sigfríður á 215 mtl. Staðan á þremur efstu er:

Karlar:
Ásgrímur H. Einarsson KFK     218 mtl.
Árni Geir Ómarsson ÍR              213 mtl.
Arnar Sæbergsson ÍR                201 mtl.

Konur:
Sigfríður Sigurðardóttir KFR     216 mtl.
Ágústa Þorsteinsdóttir KFR      207 mtl.
Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR         206 mtl.

Síðar hópur í forkeppni leikur á morgun í Keilu í Mjódd kl. 18:00.  Smellið hér til að sjá stöðu.

 


Hópurinn sem lék í kvöld.

Dregið í bikar

Í gær var dregið í undanúrslit í Bikarkeppni KLÍ. Eftirtalin lið mætast:

Kvennaflokkur:
ÍR TT – KFA ÍA
KFR Valkyrjur – KFR Afturgöngur

Karlaflokkur:
ÍR PLS/KFR Þröstur – KFR-Lærlingar
ÍR-KLS – KR-B

Allir leikirnir fara fram í Keilu í Mjódd og verða leiknir laugardaginn 18. mars kl. 9:00.

 

Úrslit í bikar

Um  helgina var leikið í 8 liða úrslitum í Bikarkeppni KLÍ, karla og kvenna. Úrslit urðu sem hér segir:

Konur:
ÍR-TT – ÍR-BK  3 – 0
KFR-Afturgöngur – KFR-Flakkarar  2 – 2 (KFR-Afturgöngur unnu eftur framlengingu).

Karlar:
KFR-Lærlingar – ÍR-A  2 – 2 (KFR-Lærlingar unnu eftir fremlengingu)
ÍR-KLS – KFR-JPKAST 3 – 0
KR-C – KR-B – 0 – 3

Síðasti leikur í 8 liða úrslitum er  leikur ÍR-PLS og KFR-Þrasta en hann verður leikinn fimmtudaginn 23/2 kl. 18:30 í Mjódd. Dregið verður í undanúrslit á morgun kl. 19:45 í Keilu í Mjódd. Undanúrslit verða leikin laugardaginn 18/3. Í pottinum verða ÍR-TT, KFR-Afturgöngur, KFA-ÍA og KFR Valkyrjur hjá konunum en hjá körlunum KFR-Lærlingar, ÍR-KLS, KR-B og sigurvegarinn úr viðureign KFR-Þrasta og ÍR-PLS.

ÁHE

Laus sæti í Íslandsmót með forgjöf

Í gærkvöld lauk auglýstum skráningartíma í Íslandsmót einstaklinga með forgjöf.  46 skráðu sig, eða 32 karlar og 14 konur, en það er töluverð aukning frá því í fyrra.

Ákveðið hefur verið að leyfa skráningar í þau 4 sæti sem laus eru á fimmtudag til að jafnt sé á brautum, og er skráning á netfanginu [email protected], eða hjá Þórhalli í síma 899-3654.  Fyrstur kemur, fyrstur fær.

ÞH

Nýtt meðaltal handan við hornið

Undanfarnar vikur hefur fjöldi fólks lagt mikla vinnu við að koma niðurstöðum úr mótum á þeirra vegum til KLÍ til skráningar í meðaltal.  Í fyrsta sinn er verið að skila inn gögnum á nýju formi, þar sem fram koma meiri upplýsingar en áður, og eru leikjablokkir, allt að 9 leikir, settar saman inn, í stað 3ja leikja eins og áður hefur verið.  Með því má meðal annars finna hæstu 6 leiki leikmanna.

Nú lýtur allt út fyrir að meðaltal líti dagsins ljós um þessa helgi, sem miðast þá við 31. janúar síðastliðinn.  Það mun að sjálfsögðu vera birt bæði hér á vefnum sem og í keilusölunum.

Allsherjarmeðaltal hefur ekki verið gefið út í nokkurn tíma, en með þeim breytingum sem staðið hafa yfir verður mun auðveldara og fljótlegra en áður að gefa út meðaltal.

ÞH