|
Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 6. og 7. mars, verður leikið í Deildabikar KLÍ, mánudag í a-riðli og þriðjudag í b-riðli. Leikjaplan er hér að neðan:
Keppt er í Keilu í Mjódd og hefst keppni kl. 20:00 báða dagana. ÁHE |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Félagakeppni KLÍ – lokaumferð
|
Á laugardag verður leikin 3. umferð í Félagakeppni KLÍ. Þetta er jafnframt síðasta umferð vetrarins. Leikið verður í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hefst keppni kl. 9:00.
|
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Íslandsmót einstaklinga
| Íslandsmót einstaklinga verður haldið dagana 8 – 12 mars nk. Skráningu lýkur miðvikudaginn 1. mars kl. 22:00. Hægt er að skrá sig í Keilu í Mjódd og á netfanginu [email protected]. Athygli er vakin á því að keppendur þurfa að skrá sig í tvo riðla í forkeppninni, annan í langri olíu, 44 ft, og hinn í stuttri olíu, 32 ft. Sjá nánar í auglýsingu. | ![]() |
Dregið í kvöld í Sjóvá
|
Í kvöld kl. 19:15 verður dregið í 16 manna úrslitum í Sjóvá mótinu. Dregið verður í Keilu í Mjódd. ÁHE |
![]() |
Aganefnd
| Aganefnd hefur tekið fyrir dómarskýrslu frá því í Íslandsmóti einstaklinga m/forgjöf. Sjá niðurstöðu nefndarinnar hér. | ![]() |
Breyttir leiktímar
|
Leikur ÍR-PLS og Þrasta í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KLÍ sem vera átti fimmtudaginn 23. febrúar verður leikinn í kvöld kl. 19:30 í Keilu í Mjódd. Eins hefur stórleik ÍR-PLS og ÍR-KLS í 1. deild karla, sem vera átti annað kvöld, verið frestað. Hann verður leikinn laugardaginn 4. mars kl. 18:00 í Keilu í Mjódd. ÁHE |
![]() |
Tækninefnd að störfum
| Tækninefnd KLÍ mætti í Keilu Mjódd þegar undanúrslit í Íslandsmóti einstaklinga m/forgjöf voru að hefjast og kannaði kúlur kúlur keppenda af handahófi. Ekki fundust neinar ólöglegar kúlur. Keppendur í Íslandsmóti einstaklinga sem haldið verður í mars geta búist við því sama, að tækninefnd mæti og kanni búnað keppenda. |
|
Meistarakeppni ungmenna og Íslandsmót unglingaliða
|
4. umferð í Íslandsmóti unglingaliða verður í Keilu í Mjódd fimmtudaginn 23. febrúar kl. 18:30. Sjá stöðu í mótinu hér. 5. umferð í Meistarakeppni ungmenna fer fram sunnudaginn 5. mars. Skráning er í Keilu í Mjódd og líkur henni 28. febrúar kl. 22:00. Sjá stöðu í mótinu hér. |
![]() |
Hafliði og Ragna unnu
|
Íslandamót einstaklinga með forgjöf lauk í dag. Eftir jafna og spennandi keppni í undanúrslitum þar sem 8 karlar og 6 konur léku þá komust 2 úr hvorum flokki í úrslit.
Hjá körlunum léku Hafliði Örn Ólafsson úr ÍR og Steinþór Geirdal úr ÍR til úrslita en Hafliði var efstur eftir undanúrslitin. Í úrslitum sigraði svo Hafliði hann Steinþór í þremur leikjum 3 – 0. Hafliði er vel að titlinum kominn, en hann er ungur að árum, verður 15 ára í maí. Hafliði spilaði á 218 meðaltali m/forgjöf í undanúrslitum og úrslitum. Í þriðja sæti varð Skúli Freyr Sigurðsson KFA.
Í kvennaflokki léku til úrslita Steinunn Guðmundsdóttir KFA en hún er aðeins á 13 aldursári og var efst fyrir úrslitin og Ragna Matthíasdóttir KFR. Eftir æsispennandi úrslit var það reynslan sem sigraði, Ragna vann 4 – 2. Í þriðja sæti varð Sigfríður Sigurðardóttir KFR.
Hér má sjá myndasyrpu frá mótinu.
Sjá upplýsingar um mótið eftir eftir milliriðil og svo úrslitakeppnin karla og kvenna. |
|
Árni Geir á toppinn
Í dag hélt keppni í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf áfram, þegar leikið var í milliriðlum karla og kvenna í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Í karlaflokki lék Árni Geir Ómarsson úr ÍR best, 950 í fjórum leikjum eða 235 í meðaltal, og skaut sér úr 3. sæti í það fyrsta. Síðasti leikur hans var hæsti leikur dagsins, eða 298. Þá lék Steinþór Geirdal einnig vel, en hann var með 876, 219 í meðaltal. Hann átti einnig stórleik í dag, eða 289.
Í kvennaflokki lék Ragna Matthíasdóttir KFR best, 872, 218 í meðaltal, og fór hún úr 6. sæti upp í það þriðja, en Steinnunn Guðmundsdóttir úr KFA er sem fyrr í efsta sæti.
Staða efstu þriggja í hvorum flokki er því þannig:
Konur:
Steinunn Guðmundsdóttir, KFA, 211 í meðaltal
Sigfríður Sigurðardóttir, KFR, 209 í meðaltal
Ragna Matthíasdóttir, KFR, 208 í meðaltal
Karlar:
Árni Geir Ómarsson, ÍR, 224 í meðaltal
Jón Ingi Ragnarsson, KFR, 211 í meðaltal
Steinþór Geirdal, ÍR, 209 í meðaltal
Mjótt var á munum hjá þeim sem börðumst um sæti í undanúrslitum. 8 karlar halda áfram, og var sá í 8. sæti aðeins 16 pinnum hærri en sá í því 9. Enn minni munur var hjá konunum þar sem 6 halda áfram, eða 6 pinnar.
Undanúrslit og úrslit fara fram í Keilu í Mjódd á morgun. Leikið er maður á mann í undanúrslitum og leika tveir efstu til úrslita.
Konurnar hefja leik kl. 10:00, og karlarnir klukkan 11:30.
Úrslit fara fram að loknum undanúrslitum, og hefjast um 13:00
.gif)






