Tveir leikmenn hafa verið dæmdir í einnar seríu bann af aganefnd. Þetta eru þeir Arnar Sæbergsson ÍR-KLS og Jón Helgi Bragason ÍR-PLS. Þeim hefur verið gert að taka bannið út í 1. umferð 1. deildar á næsta tímabili. | ![]() |
Álftanes er utandeildarmeistari 2006
Utandeild KLÍ lauk í gærkvöldi. Til úrslita léku Penninn, Álftanes og nágrenni, BLS, Landsbankinn, ITS og Mjólk. Leikin var einföld umferð allir við alla. Keppnin var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta skoti. Þegar upp var staðið var það Álftanes sem sigraði, voru með jafnmörg stig og Mjólk en hærra meðaltal. Bestu spilamennsku gærkvöldsins áttu Sirrý Hrönn Haraldsdóttir Álftanesi en hún spilaði á 252,2 í meðaltal m/forgjöf og Hafþór Harðarson BLS með 236,2 m/forgjöf. Sirrý var með 66 í forgjöf en Hafþór 1. |
|
ÍR-2 sigraði Íslandsmót unglingaliða
Íslandsmóti unglingaliða lauk í vikunni þegar leikið var til úrslita. Það var ÍR-2 sem stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð ÍA-2 og í þriðja sæti KFR-1. |
|
Þrír valdir á HM ungmenna
KLÍ hefur valið þá Stefán Claessen ÍR, Magnús S. Guðmundsson KFA og Hafþór Harðarson KFR til að keppa fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti ungmenna í Berlín 21. – 30. júlí í sumar. Nú tekur við strangur undirbúningur hjá þeim félögum til að verða undirbúnir fyrir mótið. |
|
Ársþing KLÍ tókst vel
13. ársþing Keilusambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi í gær og er þetta í fyrsta sinn KLÍ heldur þing utan Reykjavíkur. Viljum við sérstaklega þakka Skagamönnum fyrir góðar móttökur og veitingar.
Mjög góð mæting var á þingið, eða 22 fulltrúar frá öllum aðildasamböndum innan íþróttarinnar, auk stjórnar KLÍ og þingforseta, Hafsteins Pálssonar úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Á þinginu fór Valgeir Guðbjartsson, formaður, yfir störf sambandsins síðastliðið tímabil og þau verkefni sem framundan eru.
![]() Nýkjörinn forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, heiðraði þingið með nærveru sinni og var þetta fyrsta þing sérsambands sem hann situr sem forseti ÍSÍ. Ræddi hann m.a. um aðstöðumál keilunnar á Íslandi og hafði orð á góðum og ábyrgum rekstri Keilusambandsins. Fyrir þinginu lágu tvær tillögur að reglugerðarbreytingum, auk þess sem tillaga um stofnun nefndar, sem fara á yfir og samræma reglugerðir Keilusambandsins, var samþykkt. Ný stjórn Keilusambandsins mun skipa í þá nefnd og verður henni ætlað að skila tillögum að breytingum til stjórnar í haust. Á þinginu gengu Sigríður Klemensdóttir og Sigfríður Sigurðadóttir úr stjórn og gáfu þær ekki kost á sér til endurkjörs. Í þeirra stað voru Halldóra I. Ingvarsdóttir og Þórhallur Hálfdánarson kosin í stjórn sambandsins til tveggja ára. Í varastjórn voru kjörin til eins árs þau Árni Geir Ómarsson, Theódóra Ólafsdóttir og Þórarinn Már Þorbjörnsson, en Linda Hrönn Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á síðasta þingi voru þeir Valgeir Guðbjartsson formaður, Bragi Már Bragason og Guðmundur Sigurðsson kjörnir til tveggja ára. Á næstu dögum mun Ásgrímur Helgi Einarsson láta af störfum sem starfsmaður Keilusambandsins og hefur ekki verið tekin ákvörðun um eftirmann hans.
Skýrsla stjórnar, ársskýrsla, þinggerð og lagabreytingar verða birtar á heimasíðu KLÍ.
KLÍ
|
![]() |
Lærlingar og Valkyrjur bikarmeistarar
KFR-Lærlingar unnu KR-b í jöfnum og spannandi leik 3-0 og munaði einungis 3 pinnum í öðrum leik á liðunum. KFR-Lærlingar eru því bikarmeistarar liða í fjórða skiptið og eru þeir því búnir að jafna met Þrasta sem hafa einnig unnið titilinn 4 sinnum. KFR-Lærlingar voru bikarmeistarar árin 1994, 1996 og 2000.
|
|
Ársþing KLÍ í dag
Ársþing KLÍ 2006 verður haldið í dag, 3. maí, kl. 17.00 að Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi. “Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum sem mynda það. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu keppenda í keilu í ársmeðaltali, þannig að fyrir allt að 20 keppendur koma 3 fulltrúar og síðan tveir fyrir hverja 20 upp í 100 keppendur og þá einn fyrir hverja 40 þar fram yfir. Miðað skal við ársmeðaltal síðasta almanaksárs. Þingið skal árlega háð í apríl. Skal boða það bréflega með minnst 6 vikna fyrirvara. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn KLÍ minnst 4 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn KLÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins, ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa, í síðasta lagi 2 vikum fyrir þing”. „Á þinginu hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt. Auk þeirra eiga rétt á þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: Stjórn KLÍ, Framkvæmdastjórn ÍSÍ, Fastráðnir starfsmenn KLÍ og ÍSÍ, Formenn nefnda, Íþróttafulltrúi ríkisins. Auk þess getur stjórn KLÍ boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til. Aðeins sá sem er í félagi sem iðkar keiluíþróttir innan sérráðs eða héraðssambands er kjörgengur fulltrúi þess á ársþingið. Hver fulltrúi hefur aðeins eitt atkvæði.“ Sjá nánar í lögum Keilusambands Íslands http://www.kli.is/upplysingar Fulltrúafjöldi á þinginu er eftirfarandi: ÍBR 14 fulltrúar, UMSK 5 fulltrúar, ÍA 5 fulltrúar. |
![]() |
Íslandsmót í tvímenningi
Íslandsmót í tvímenningi fer fram um næstu helgi. Enn er eitt laust keppnispláss í mótinu, þ.e.a.s. fyrir einn tvímenning. Áhugasamir hafi samband við Ásgrímur, [email protected]. Sjá auglýsingu um mótið. | ![]() |
Úrslit í utandeild á fimmtudag
Nú er orðið ljóst hvaða lið leika til úrslita í Utandeild KLÍ næsta fimmtudag. Úr 1. riðli eru komin í úrslit Penninn og Álftanes og nágrenni, úr 2. riðli BLS og Landsbankinn og úr 3. riðli Mjólk og ITS. Í úrslitum er leikin einföld umferð allir við alla. Keppni hefst í Keilu í Mjódd kl. 18:30 á fimmtudag. | ![]() |
KR-a Deildabikarmeistari
KR-a varð í gærkvöldi Deildabikarmeistari. Sigur KR-a var nokkuð öruggur og segja má að þetta hafi verið nokkur sárabót þar sem liðið tapaði í síðustu vikur fyrir ÍR-PLS í úrslitum 1. deildar. KR-a hlaut 8 stig í gærkvöldi en næstir í röðinni urðu KR-b með 6 stig eins og ÍR-KLS en með hærra meðaltal. Í fjórða sæti urðu svo Íslandsmeistarar ÍR-PLS með 4 stig.
|
|