Á fimmtudag fór tækninefnd KLÍ upp í Öskjuhlíð og tók út olíuburð á brautum sem voru notaðar fyrir deildarleik, olíuburðurinn var að sögn mjög skrítinn og verður fróðlegt að sjá grafið og reyna að lesa úr því. En gott mál að tækninefndin er farin að mæla og vonandi verður reglulega mælt í vetur öllum til góða.
Deildarleikur í Kvöld
Einn Leikur fer fram í kvöld í Öskjuhlíð og er það leikur KFR-Skutlurnar – ÍR-KK, en aðrir frestaðir leikir verða leiknir síðar
Deildarkeppnin
Einn Leikur fer fram kl. 18.00 í kvöld og þrír leikir á fimmtudag kl. 20.00 og einum leik frestað.
Kl. 18.00 í kvöld leika KFR-Þröstur og ÍR- Nas, (flýttur leikur vegna brautarskorts)
á fimmtudag leika kl. 20.00 ÍR-T – KFK-A, (frestaður leikur í gær vegna brautarskorts)
KFK-Keila.is – KFA-ÍA-B (frestaður leikur í gær vegna veðurs)
KFR-Skutlurnar – ÍR-KK (flýttur leikur)
Einum leik hefur verið fresatað í kvöld og verður hann settur á eins fljótt og hægt er.
frestaður leikur er ÍR-PLS – KFR-Stormsveitin
Leikheimildir
Eftirtaldir leikmenn hafa fengið leikheimild með nýjum liðum:
Sölvi B. Hilmarsson með ÍR-L frá 10.10.
Birgir Kristinsson með KR-B frá 11.10.
Venslasamningur milli KR-B og KR-C frá 10.10.
Ragnar Sverrisson með Þröstum frá 10.10.
Ívar G. Jónasson með ÍA-W frá 14.10.
Elías Borgar Ómarsson með ÍA-B frá 16.10.
Sigurður V. Sverrisson með Þröstum frá 23.10.
3 umferð lokið
3.umferð í 1. d.kv. og 2. d.ka. er lokið, 3 umferð í 1 d.ka. verður leikin á nk. þriðjudag.
Deildarbikar
Deildarbikar verður spilaður á morgun og er búið að setja á brautirRiðill A. braut 1-2 ÍR-L – ÍR-A 3-4 KR-A – ÍR-PLS Yfirseta KFK-Keiluvinir Riðill B. braut 5-6 ÍR-G – KR-C (ÍR-G er Gaurar,voru P) 7-8 KR-B – ÍR-TT Yfirseta ÍR-KLS Þetta eru 1 leikirnir í báðum riðlum og verður dagsskráin afhent á keppnisstað það verða leiknir 5 leikir á kvöldi
3. umferð byrjuð
1 leikur fór fram á Akranesi í 2. d. ka. og endaðai það með því að ÍA-W unnu ÍR-Blikk 18-2 og spilaði Bjössi Birgis best 617
2. umferð lokið
Þá er lokið að spila 2. umferð í öllum deildum og var á köflum góð spilamennska.
Best spilun í umferðinni áttu: 1. d. kv. Guðný Gunnars. ÍR-TT 617, Dagný Edda KFR-Valkyrjur 576. 1. d. ka. Bjarni Páll KFR-Lærlingar 662, Magnús Magnússon KR-A 652. 2. d. ka. Ólafur Ólafsson KFR-JP-kast 588, Höskuldur Höskuldsson KR-C 581
2. umferð byrjuð
1 leikur í kv. var leikinn í gær Afturgöngur og ÍR-TT(forspilaður leikur vegna utanfarar ÍR-TT til Barcelona).úrslit: 4-16 best spilaði Guðný Gunnars. 617
1 leikur í 2.d. ka. var leikinn á Akranesi í gær og endaði leikurinn ÍA-W – ÍR-T 19-1 (2096-1633) og spilaði Bjössi Birgis. best 591
Reykjavíkurmót para
Reykjavíkurmót para fer fram helgina 13. til 14. október, nú er um að gera að ná sér í makker, skrá sig með snatri, spila frábærlega og gera þetta paramót að stóru og glæsilegu móti