Pepsi Max mót

Pepsi max mótið  verður haldið í Keiluhöllinni alla sunnudaga í vetur þegar ekki er hjóna- og paramót KFR. Fyrsta mótið verður haldið sunnudaginn 18. nóvember n.k. Spilað verður í  fimm styrkleikaflokkum eftir meðaltali og spilaði 3 leikir í hverri umferð. Hægt verður að spila tvær umferðir á kvöldi og hefst fyrri umferðin kl. 19:00 og seinni umferðin kl. 20:30. Verð kr. 1.500 fyrir umferðina.  Pepsi Max Auglýsing 

Word Cup i Russlandi

Vegna taeknilegra erfileika hofum vid ekki getad sett inn gang mala fyrr en hofum nu adgang af tolvu og reynum ad koma med pistla eins oft og vid mogulega getum.

Dagur 1 for einkennilega af stad i gaer thar sem skor var mun laegra en buist var vid og storu nofnin eins og Paul Moor fra Englandi, Petteri Salonen fra Finlandi og Achim Grabowski fra Tyskalandi voru allir med 1150. Hafthor Hardarson spiladi i seinna holli fyrsta dags og spiladi hann 1202 (159, 256, 180, 181, 200, 226)  og var tha i 31. saeti eftir fyrstu 6 leikina. Efstur var Jason Belmonte fra Astraliu med 1452 og naestur a eftir kom Bill Hoffman fra USA med 1433.

Einn 300 leikur var leikinn fyrsta daginn og tad var leikmadur fra Venezuela Ildemario Ruiz og endadi hann med 1391 eftir 6 leiki.

Dagur 2 byrjadi betur, Hafthor spiladi i fyrsta holli kl. 8.00 i morgun og leit allt mjog vel ut eftir fyrstu 3 leikina (218, 244, 237) en tvi midur nadi hann ekki ad halda tvi og seinni 3 leikina lenti hann i sma vandraedum (200, 202, 179) eda samtals i 6 leikjum 1279. Annad holl hja korlunum er ad spila nuna thannig ad ekki er haegt ad greina fra stodu Hafthors ad svo stoddu.

St. Petersborg er einkennileg borg, umferdar menning er engin og er logreglufylgd med rutunni fra og til salarins til ad komast a leidarenda a skikkanlegum tima. Salurinn er glaesilegur, glaenyar 32 brautir.

Heimasida motsins er http://www.qubicaamf.com/NewsEvents/2007%20Bowling%20World%20Cup/bwc_year=2007.aspx thar sem tid getid sed allt um urslit motsins.

 

 

Dregið í bikar og frestanir

Dregið verður í 32-liða úrslit í bikarkeppni karla í kvöld kl. 18:45 í Keiluhöllinni. 18 lið eru skráð til keppni, þ.a. aðeins verða 4 lið dregin úr pottinum að þessu sinni. Reglum samkvæmt verða núverandi bikarmeistarar, ÍR-PLS ekki í pottinum.

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta öllum leikjum sem áttu að fara fram þriðjudaginn 6. nóvember. Mótanefnd vinnur að því að finna annan tíma, og verður birt frétt um leið og lausn er fundin. Af þessum sökum má búast við því að bikarleikirnir í 32-liða úrslitum verði færðir frá áður auglýstum tíma 22. nóvember 2007.