Ítarlegri upplýsingar um meðaltal

Hér á vefnum undir Tölfræði og Leikmenn hefur mátt fletta upp leikmönnum og fá yfirlit yfir þróun meðaltals og hæstu leiki sem skráðir eru.

Nú hefur meiri upplýsingum verið bætt við þessa síðu, þannig að sjá má á grafi þróun meðaltals leikmannas undanfarið ár.  Þá hefur einnig verið bætt við yfirliti yfir þá leiki skráðir hafa verið og meðaltalið er reiknað út frá.  Með því að skoða það má þannig sjá hvaða mót hafa verið skráð til meðaltals.

Heildaryfirlit má sem áður nálgast undir Tölfræði og meðaltal, og þar má einnig lesa nánar um hvernig meðaltal er reiknað.

Við vonum að þetta sé kærkomin viðbót við meðaltalið, og hvetjum við alla til að senda inn ábendingar eða athugasemdir, hvort sem er um framsetninguna eða þau gögn sem skráð hafa verið, annað hvort með pósti á netfangið kli (hjá) kli.is eða með því að nota formið undir Upplýsingar og Fyrirspurnir.

Deildarbikar, 3. umferð

Nú er komin inn úrslit úr 3. umferð Deildarbikars, en hún var leikin s.l. þriðjudag.

ÍR-PLS og ÍR-KLS halda toppsætunum í sínum riðlum eftir umferðina.  KR-A færðist hinsvegar upp í 2. sætið í riðli A á kostnað ÍR-L og það sama var uppi á tengingnum í B riðli þar sem ÍR-TT færðist uppfyrir KR-B.

Stöðuna og skor leikmanna má sjá undir Mót og Deildarbikar liða.

Jólamót Nettó

Um næstu helgi, dagana 15. og 16. desember, verður Jólamót Nettó haldið.

Keppt verður í einstaklingskeppni í fimm flokkum og spilaðir 3 leikir. Hver keppandi getur spilað aftur 3 leiki ef hann vill (eins oft og hann vill) og gildir þá sú sería (3 leikir) sem er best, ekki verður spilað til úrslita.

Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag og leiktíma má sjá í auglýsingu.

Skráning fer fram hjá Reyni í síma 825-1213 og netfanginu [email protected]

Keiludeild ÍR

Íslandsmót para

Nú er um að gera að fara að líta í kringum sig og leita að spilara til að taka þátt með í Íslandsmóti para.  Forkeppnin fer fram laugardaginn 19. janúar 2008 kl. 09:00.  Milliriðillinn fer fram sunnudaginn 20. janúar kl. 09:00 og verða úrslitin í framhaldi af þeim.

Núverandi íslandsmeistarar para eru Magna Ýr Hjáltýsdóttir og Róbert Dan Sigurðsson,  ætli þau stefni að því að verja titilinn?  Nánari upplýsingar um mótið ásamt hvar og hvenær skuli vera búið að skrá sig verður tilkynnt síðar.

Uppsögn

Kæru keilarar og aðrir sem lesa þetta, ég undirritaður hef sagt upp störfum hjá KLÍ frá og með 30.nóv. og mun hætta þá á skrifstofu KLÍ.  Ég þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf og ætla að snúa mér að öðru.  Þetta er af persónulegum ástæðum og hefur mér þótt þetta stutta tímabil á flestum stundum skemmtilegt.  Megi þið eiga góða keiluframtíð og megi íþróttin vaxa og dafna.

Kær kveðja

Hörður Ingi Jóhannsson

Tvíkeila Keiluvina

Hætt hefur verið við Tvíkeilu Keiluvina sem átti að vera um helgina vegna lélegra þátttöku en aðeins 4 pör tilkynntu þátttöku.  Nú verðum við að fara að horfa í svuntufaldinn eða eigin barm eða allavega að fara að skoða þessi mál frekar.  Það er búið að velja landsliðshópa og þeir einstaklingar sem eru í þessum hópum verða að hafa metnað og áhuga að spila í þeim mótum sem eru til boða umfram deildina.  Þegar er gefið kost á sér í landslið leggur maður á sig töluverða vinnu til að verða valinn til að spila fyrir land og þjóð, það er að segja ef áhugi er fyrir hendi.