Bikarkeppni – 16 liða úrslit

 Í gær var dregið í 16 liða úrslitum karla í Bikarkeppni KLÍ.  Tvö lið af Akranesi eiga heimaleiki, sem leiknir verða sunnudaginn 13. janúar og laugardaginn 19. janúar, en aðrir leikir fara fram  í Keiluhöllinni fimmtudaginn 17. janúar.

Uppfært: Við fyrstu birtingu víxluðust leikirnir á Akranesi, en það hefur verið leiðrétt.

  Eftirtalin lið drógust saman í karlaflokki:

Sunnudagur 13. janúar kl. 10:00, Keilusalnum Akranesi

Br. 2-3

KFA-ÍA-W

gegn

KFK-A

  

Fimmtudagur 17. janúar kl. 19:00, Keiluhöllinni Öskjuhlíð

Br. 1-2

ÍR-PLS

gegn

ÍR-A

Br. 3-4

KR-C

gegn

KFA-ÍA

Br. 5-6

ÍR-G

gegn

ÍR-L

Br. 7-8

KFR-Þröstur

gegn

ÍR-KLS

Br. 9-10

KR-A

gegn

KFK-Keiluvinir

Br. 11-12

KFR-JP-Kast

gegn

KFR-Lærlingar

 

Laugardagur 19. janúar kl. 16:00, Keilusalnum Akranesi

Br. 2-3

KFA-ÍA-B

gegn

KR-B

 

 

Í kvennaflokki eru eftirtalin lið skráð til keppni:

ÍR-BK

ÍR-KK

ÍR-TT

KFA-ÍA

KFK-GK

KFR-Afturgöngurnar

KFR-Valkyrjur

Í 8 liða úrslitum munu bikarmeistarar síðasta árs, KFR-Valkyrjur, sitja hjá.

            

Úrslit úr Jólamóti KFR

Yfir 50 manns tóku þátt í Jólamóti KFR sem fram fór á annan dag jóla, en keppt var í fjórum flokkum. Sigurvegarar voru Björn Birgisson í *-flokki, Þórarinn Már Þorbjörnsson í A-flokki, Hörður Magnússon í B-flokkir og Ólafía Sigurbjörnsdóttir í C-flokki.

Smellið á Meira til að sjá myndir ef öllum verðlaunahöfum.

 

 *-flokkur* flokkur

*-flokkur

A-flokkur

A-flokkur

B-flokkur

B-flokkur

C-flokkur

C-flokkur

Keilarar ársins 2007

Keilarar ársins 2007 eru þau Magnús Magnússon úr KR og Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR.   Magnús var einnig valinn keilari ársins árin 2003 til 2005, og er þetta í fjórða skiptið í röð sem Sigfríður er valinn keilari ársins.
 
Magnús varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga, náði í því móti fullkomnum leik, 300, og lék auk þess afar vel með deildar- og félagsliði sínu sem og í öðrum mótum.  Þá náði hann góðum árangri í móti á Evrópsku mótaröðinni, sem og í Evrópumóti landsmeistara í haust.
 
Sigfríður varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga, og bikar-, deildar- og Íslandsmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum.  Þá setti hún Íslandsmet í einum leik para með Birni Sigurðssyni.
 
Á myndinni má sjá þau Magnús og Sigfríði við verðlaunaafhendingu í Íslandsmóti einstaklinga.

Úrslit frá því á þriðjudag

Hér fylgja úrslit leikja frá því á þriðjudag.

KFR-Stormsveitin

ÍR-A 7 13

KR-B

ÍR-L 6 14

ÍR-KLS

KR-A 14 6

ÍR-PLS

KFK-Keiluvinir 18 2

KFR-Þröstur

ÍR-G    

Vegna misskilnings voru skorblöð póstsett til KLÍ, en vegna veður hefur póstur ekki verið borinn út í dag og er því væntanlegt á morgun, laugardag.

KLÍ leitar að starfsmanni

Keilusamband Íslands auglýstir eftir öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra.  Um er að ræða hálft starf.

Starfssvið

  • Daglegur rekstur skrifstofu
  • Uppfærsla á vef Keilusambandsins
  • Ýmis verkefni í tengslum við landslið
  • Undirbúningur móta og úrvinnsla, þar á meðal skráning á skori
  • Samskipti við fjölmiðla
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af starfi innan íþróttahreyfingarinnar kostur
  • Góðir samskiptahæfileikar

 

Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Hálfdánarson, formaður KLÍ, í síma 899-3654 eða tölvupósti, [email protected].

Umsóknir ásamt ferilskrá berist á netfangið [email protected]