Í gær var dregið í 16 liða úrslitum karla í Bikarkeppni KLÍ. Tvö lið af Akranesi eiga heimaleiki, sem leiknir verða sunnudaginn 13. janúar og laugardaginn 19. janúar, en aðrir leikir fara fram í Keiluhöllinni fimmtudaginn 17. janúar.
Uppfært: Við fyrstu birtingu víxluðust leikirnir á Akranesi, en það hefur verið leiðrétt.
Eftirtalin lið drógust saman í karlaflokki:
Sunnudagur 13. janúar kl. 10:00, Keilusalnum Akranesi
|
Br. 2-3 |
KFA-ÍA-W |
gegn |
KFK-A |
Fimmtudagur 17. janúar kl. 19:00, Keiluhöllinni Öskjuhlíð
|
Br. 1-2 |
ÍR-PLS |
gegn |
ÍR-A |
|
Br. 3-4 |
KR-C |
gegn |
KFA-ÍA |
|
Br. 5-6 |
ÍR-G |
gegn |
ÍR-L |
|
Br. 7-8 |
KFR-Þröstur |
gegn |
ÍR-KLS |
|
Br. 9-10 |
KR-A |
gegn |
KFK-Keiluvinir |
|
Br. 11-12 |
KFR-JP-Kast |
gegn |
KFR-Lærlingar |
Laugardagur 19. janúar kl. 16:00, Keilusalnum Akranesi
|
Br. 2-3 |
KFA-ÍA-B |
gegn |
KR-B |
Í kvennaflokki eru eftirtalin lið skráð til keppni:
|
ÍR-BK ÍR-KK ÍR-TT KFA-ÍA |
KFK-GK KFR-Afturgöngurnar KFR-Valkyrjur |
Í 8 liða úrslitum munu bikarmeistarar síðasta árs, KFR-Valkyrjur, sitja hjá.
Yfir 50 manns tóku þátt í Jólamóti KFR sem fram fór á annan dag jóla, en keppt var í fjórum flokkum. Sigurvegarar voru Björn Birgisson í *-flokki, Þórarinn Már Þorbjörnsson í A-flokki, Hörður Magnússon í B-flokkir og Ólafía Sigurbjörnsdóttir í C-flokki.



Þrettándinn er að þessu sinni á sunnudegi, og verður Keiludeild ÍR með sérstakt þrettándamót, og verður í boði hlaðborð á Rúbín.
Stjórn Keilusambandsins óskar keilurum öllum sem og öðrum lesendum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi keiluárs.
Eins og rík hefð er orðin fyrir stendur KFR fyrir tveimur vinsælum mótum í desember, en það eru Jólamót KFR, sem er haldið annan í jólum, og Kampavínsmót KFR sem fram fer á gamlársdag.
Keilusamband Íslands auglýstir eftir öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða hálft starf.