Spenna í milliriðlum

 Eftir milliriðlana sem fram fóru í kvöld trónir Sigrún Huld Hrafnsdóttir úr KFR á toppnum í kvennaflokki með 1.711 eða 213,9 að meðaltali, 107 pinnum á undan Önnu S. Magnúsdóttur úr ÍR. Í þriðja sæti er Anna Kristín Óladóttir úr KFK.

Aðeins sex konur halda áfram í undanúrslit og var mikil spenna í kringum fimmta og sjötta sætið, en fjórar konur röðuðu sér í fimmta til átta sæta og skildi aðeins einn pinni eina að frá annarri.

Sigurður Björn Bjarkason úr KFKl, sem var í 14. sæti eftir forkeppni, er nú með góða forystu í karlaflokki, 85 pinna.  Næstur á eftir honum er Sigurður Guðmundsson úr KFA, og í þriðja sæti Einar Már Björnsson úr KR.  Átta karlar leika í undanúrslitum.

Undanúrslit og úrslit fara fram annað kvöld, en keppni hefst klukkan 19:00 í Keiluhöllinni.

 

Íslandsmót með forgjöf – staðan eftir forkeppni

Í morgun lauk forkeppninni í  Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf.  Í kvennaflokki er staða efstu þriggja óbreytt, en þær sem komast áfram eru Linda Hrönn Magnúsdóttir og Berglind Scheving úr ÍR og Anna Kristin Óladóttir úr KFK.  Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR lék allra best í morgun, en hann spilaði 878 og stökk þannig beint í fyrsta sæti í karlaflokki.  Aðrir komust ekki áfram af þeim sem léku í morgun.

Milliriðill fer fram annað kvöld, en keppni hefst kl. 19:00

Íslandsmót einstaklinga

Íslandsmót einstaklinga verður haldið dagana 23. febrúar – 4. mars 2008 í Keiluhöllinni.  Spilaðir eru 12 leikir í forkeppni, og komast 16 efstu karlar og 12 efstu konur áfram í milliriðil þar sem leiknir eru 6 leikir.  Að honum loknum halda 8 karlar og 6 konur áfram í undanúrslit þar sem leikið er allir við alla.

Skráning fer fram í netfanginu skraning (hjá) kli.is og stendur hún til kl. 22:00 miðvikudaginn 20. febrúar. 

Staðan eftir fyrsta leikdag

Í morgun hófst keppni í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf, þegar 17 konur og 27 karlar léku í Keiluhöllinni.  Í fyrramálið lýkur forkeppninni, þegar 9 karlar og 6 konur leika.

Eftir fyrri leikdag eru ljós að 6 efstu konurnar og 7 efstu karlarnir sem léku í morgun eru örugg áfram í milliriðil. Í kvennaflokki er Ástrós Pétursdóttir úr ÍR efst með 867, næst kemur Sigrún Huld Hrafnsdóttir úr KFR með 846 og í þriðja sæti er Steinunn Inga Guðmundsdóttir úr KFA með 822.

Snæbjörn B. Þormóðsson úr ÍR er efstur í karlaflokki með 841, Halldór Ragnar Halldórsson úr ÍR er skammt á eftir með 839, og í þriðja sæti er Andrés Páll Júlíusson úr KR með 828.

Keppni heldur áfram klukkan 9:00 í fyramálið, en milliriðill hefst fram klukkan 19:00 á mánudag.

Brautaskipan í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf

Í gærkvöld lauk skráningu í Íslandsmót einstaklinga með forgjöf, og eru 36 karlar og 22 konur skráðar til leiks.

Mun fleiri völdu að spila forkeppnina á laugardeginum, eða 45, en 13 spila á sunnudag. Keppni hefst klukkan 9:00 báða dagana.

Við viljum minna keppendur að greiða keppnisgjald fyrir mót með millifærslu, eða með reiðufé á mótsstað áður en keppni hefst. Sjá nánar í auglýsingu.

Íslandsmóti unglinga lokið

Á sunnudag lauk keppni í Íslandsmóti unglinga í Keiluhöllinni.  Að þessu sinni komu fjórir Íslandsmeistarar úr röðum KFA, fjórir úr KFR og tveir úr ÍR.  Alls tóku 29 unglingar þátt í mótinu; 22 piltar og 7 stúlkur 

 1. flokkur pilta

  1. Andri Már Ólafsson, KFR
  2. Skúli Freyr Sigurðsson, KFA
  3. Páll Óli Knútsson, KFR
1. flokkur stúlkna
  1. Ástrós Pétursdóttir, ÍR
  2. Bergþóra Rós Ólafsdóttir, ÍR
2. flokkur pilta
  1. Arnór Elís Kristjánsson, KFA
  2. Arnór Ingi Bjarkason, KFK
  3. Kristófer Arnar Júlíusson, KFA
2. flokkur stúlkna
  1. Steinunn Inga Guðmundsdóttir, KFA
  2. Kolbrún Ösp Stefánsdóttir, KFA
3. flokkur pilta
  1. Arnar Davíð Jónsson, KFR
  2. Sindri Már Magnússon, KFR
  3. Sigurjón Már Ólason, KFR
3. flokkur stúlkna
  1. Alda Ósk Valgeirsdóttir, KFR
4. flokkur pilta
  1. Guðmundur Ingi Jónsson, ÍR
  2. Aron Fannar Benteinsson, KFA
  3. Gylfi Snær Sigurðsson, KFA
4. flokkur stúlkna
  1. Elínborg Bára Sveinsdóttir, KFA
  2. Natalía Guðrún Jónsdóttir, KFA
Opinn flokkur pilta
  1. Andri Már Ólafsson, KFR
  2. Skúli Freyr Sigurðsson, KFA
  3. Arnar Davíð Jónsson, KFR
Opinn flokkur stúlkna
  1. Steinunn Inga Guðmundsdóttir, KFA
  2. Ástrós Pétursdóttir, ÍR
  3. Bergþóra Rós Ólafsdóttir, ÍR
 
 

Luxembourg Open

Í gær hófu þeir Arnar Sæbergsson og Ásgeir Þór Þórðarson keppni á Luxembourg Open sem að er hluti af evrópumótaröðinni. Þeir spiluðu sína fyrstu 6 leiki í forkeppninni í gær og gekk Ásgeiri ágætlega og spilaði hann 1274 og er sem stendur í 13. sæti. Arnar spilaði 1176 og er hann í 39. sæti. Þeir munu síðan báðir spila seinni partinn í dag, kl.16 og 21. Bestum árangri til þessa hefur Paul Moor (1390) náð og í öðru sæti er Martin Larsen (1374) frá Svíþjóð sem að ætti að vera flestum íslenskum keilurum vel kunnugur. Fylgjast má með mótinu á heimasíðu mótsins www.luxembourg-open.lu