Úrslitakeppnin hálfnuð

Fyrri helming úrslitakeppnanna í fyrstu deild karla og kvenna lauk á þriðjudaginn.  Lesa má nánar um þetta með því að smella á „meira“ hér að neðan

4 liða úrslitum lauk í kvöld með æsispennandi leikjum.
Í viðureign Lærlinga og PLS höfðu Lærlingar yfir fyrir kvöldið 13,5 – 6,5.  PLS kom heldur betur til baka og unnu 14 – 6 og þar með samanlagt 20,5 – 19,5.  PLS spilaði 2274 og var Steini hæstur með 636.  Lærlingar voru með 2196 og var Freyr þeirra hæstur með 599.
Í hinum karla leiknum áttust við KR-a sem kom með 12,5 stig inní leikinn og KLS sem var með 7,5 stig.  Þar var svipað uppá teningnum og unnu KLS 12 – 8.  Enduðu þannig báðar viðureignirnar eins.  KLS spilaði 2255, Árni Geir hæstur með 641 og KR spilði 2194, en þar var Maggi Magg með hæstu seríu kvöldsins 693.

Hjá konunum unnu Valkyrjur Skutlurnar nokkuð örugglega 16 – 4, samanlagt 31 – 9.  Heildin hjá Valkyrjum var 2064 en 1797 hjá Skutlunum.  Magna átti hæstu seríu Valkyrja 543, en Ella hjá Skutlunum 537.  Í hinum kvenna leiknum öttu kappi TT og Afturgöngur.  Í gær unnu TT 13 – 7, en í kvöld unnu Afturgöngur 13 – 7, og voru síðustu rammarnir æsispennandi.  Þegar jafnt er að stigum gildir heildarskor úr báðum viðureignunum og verður það því TT kemst áfram en þær spiluðu 4211 meðan Afturgöngur spiluðu 4155.  Í kvöld var Helga hæst hjá Afturgöngunum 551 og Silla hjá ÍR-TT með 525.

Hvet ég alla til að mæta á mánudaginn í Keiluhöllina og hvetja sitt lið áfram.  

ÞI

Úrslitakeppnin hafin

Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna hófst í kvöld. Leiknar eru tvær viðureignir, heima og heiman, og kemst liðið sem er með fleiri samanlögð stig áfram.
 

keila.is/ÞI

Leikir kvöldsins fóru þannig:
 
Valkyrjur 15 (1980) – Skutlurnar 5 (1791)
Dagný 530      Anna Soffía 282
Bára 415         Lóa 404          
Magna 554    Karen 229
Lísa 481        Ella 543
                        Sólrún 283

 
Afturgöngur 7 (2042) – TT 13 (2199)
Ragna G 448      Guðný 565   
Ágústa 482          Linda 527
Ragna M 448      Sigurlaug 520
Helga 567           Sigga 587

 
PLS 6,5 (2384)- Lærlingar 13,5 (2419)
Róbert 572      Bjarni 586
Jón Ingi 613    Andri 581
Hörður 589     Jón Helgi 621
Steini 610        Freyr 631

 
KLS 7,5 (2384) – KR-a 12,5 (2394)
Jörundur 561        Andrés 556
Jón Kristinn 590    Magnús R 534
Árni Geir 621        Böddi 635
Arnar 612            Magnús M 669

Síðari leikirnir verða á morgun kl. 19 í Keiluhöllinni og þá kemur í ljós hvaða lið berjast um íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla og kvenna.

 

Hjónamót 2008

Síðasta umferð í Hjónamót KFR og Morandé var leikinn síðasta sunnudag.  Í loka umferðinni voru Lísa og Böddi í fyrsta sæti án forgjafar, Karólína og Dóri í öðru og Laufey og Bjarki í þriðja.  Með forgjöf voru Ragna og Bjarni í fyrsta, Berglind og Sigurbjörn í öðru og Bára og Tóti í þriðja. Að mótinu loknu voru leikin úrslit fyrir veturinn, og þar stóðu Ragna og Bjarni uppi sem sigurvegarar.
 

Úrslitakeppnin hefst í kvöld

Í kvöld kl. 19.00 hefjast í Keiluhöllinni undanúrslit í Íslandsmóti liða.  Í undanúrslitum mætast þau lið sem voru í 1. og 4. sæti annarsvegar og 2. og 3. sæti hinsvegar.  Tvær viðureignir eru leiknar, í kvöld og annað kvöld, og er leikið með hefðbundnu sniði, þar sem 20 stig eru í boði í hvorri viðureign.  Þau lið sem hafa fleiri stig samanlagt eftir viðureignirnar halda áfram í úrslitin sem leikin eru í næstu viku.

Eftirtalin lið leika til úrslita:

 

Sæti Kvennaflokkur   Karlaflokkur
1. KFR-Valkyrjur   ÍR-PLS
2. KFR-Afturgöngur   KR-A
3. ÍR-TT   ÍR-KLS
4. KFR-Skutlurnar   KFR-Lærlingar

 

Hér að neðan má sjá hvernig brautaskipan er

 

Mánudagur

Brautir Heimalið   Gestir
1 – 2 KFR-Valkyrjur KFR-Skutlurnar
3 – 4 KFR-Afturgöngur ÍR-TT
5 – 6 ÍR-PLS KFR-Lærlingar
7 – 8 ÍR-KLS KR-A

Þriðjudagur

Brautir

Heimalið   Gestir
1 – 2 KFR-Lærlingar ÍR-PLS
3 – 4 KR-A ÍR-KLS
5 – 6 KFR-Skutlurnar KFR-Valkyrjur
7 – 8 ÍR-TT KFR-Afturgöngur