Dagur 3 í Bankok

Jæja þá var leikið í þrímenning í morgun og eftir hádegi.  Það gekk á ýmsu í spilamennsku hjá all flestum, en okkar menn spiluðu þannig:  Árni Geir 211-201-182 = 594, Steini 172-199-200 = 571 og Hafþór 236-188-190 = 614.  Samtalls spiluðu þeir 1779 sem er 197 í meðaltal.  Eftir hádegi spiluðu svo Andrés 138-193-159 =490, Maggi 179-168-188 =535 og Addi 178-218-123 =519 samtalls 1544  171,5 í meðaltal. Þetta voru mjög skrítnar aðstæður eftir hádegið.  Í öðrum leik voru 2 lið með yfir 600 önnur lið undir.  á morgun verður spilað í stuttri olíu í þremenning og vonandi verður skorað meira á morgun, þangað til kveðjum við og um leið sendum við Gaua og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Ágústu Þorsteinsdóttur.

Hörður Ingi

Heimsmeistaramótið í Bankok

Dagur 2.  Addi og maggi spiluðu í dag og gekk ekki nógu vel, Addi spilaði 199-174-200-158-187-202 = 1120 og Maggi 150-197-192-180-210-212 = 1141.  Eftir þetta fórum við að borða og fórum síðan á markað og skoðuðum allskonar drasl og líka skemmtilegar vörur.  Núna er bara verið að slappa af og safna kröftum fyrir þrímenning á morgun.

veðrið er heitt og mollulegt annars er bara fínt hér.

kveð að sinni

Hörður Ingi

Heimsmeistaramótið í Bankok

Nú er draumurinn orðinn að veruleika, Heimsmeistaramótið er hafið með tvímenning í dag.  Hafþór og Steini byrjuðu í fyrsta holli og stóðu sig vel, Hafþór spilaði 191-235-169-176-279-234 = 1285 og Steini spilaði  201-202-235-189-170-219 =1216 og svo voru Andrés og Árni Geir að klára rétt í þessu, Andrés spilaði  199-153-173-190-253-157 = 1125, Árni Geir spilað frábæra keilu 224-225-229-224-199-204 = 1305.  Addi og Maggi spila í fyrramálið kl. 09:00 að staðartíma, munurinn á isl.tíma og Bankok tíma eru +7 tímar.   Það gengur allt mjög vel hérna, staðsetningin á hótelinu er ekki beint  í neinu túristahverfi,  okkur er ráðlagt að fara ekkert út á kvöldin labbandi, við erum ca. 40 mín í rútu á leiðinni í keilusalinn, þannig að það er ekkert hægt að skjótast í salinn á sjá aðra spila því þá þarf maður að stoppa í 3-4 klst.  það gengur annars  mjög vel hérna og allir eru ánægðir með dvölina hér.  Þetta er gott að sinni, skrifa aftur á morgun.

Kveðja til allra frá okkur strákunum.

Hörður Ingi

Bronsverðlaunahafar

Bronsverðlaunahöfunum frá Heimsmeistarmóti ungmenna var í gær veittar viðurkenningar fyrir árangurinn.  Viðurkenningar voru veittar af Keilusambandinu, ÍR og ÍBR.  Einnig ræddi blaðamaður frá Morgunblaðinu/24 stundir við þá félaga.  Myndin er af þeim Hafþóri Harðarsyni (t.h.) og Róberti Dan Sigurðssyni, ásamt þjálfurum sínum Theódóru Ólafsdóttur og Herði Inga Jóhannssyni.

Heimsmeistaramót ungmenna

Fjórir pinnar – það var allt sem Hafþóri vantaði til að komast í úrslitin í einstaklingskeppninni.  Hafþór endaði í 18. sæti með 211 í meðaltal, sem er frábær árangur.  Róbert Dan stóð sig einnig glæsilega endaði í 52. sæti með 201 í meðaltal.  Stefán varð svo í 138. sæti með 186 í meðaltal og Jón Ingi í 146. sæti með 185 í meðaltal, sem er yfir alsherjarmeðaltali hjá báðum.

Strákarnir enduðu svo í 26. sæti í liðakeppninni.

Stelpurnar enduðu svo í 95. og 125. sæti.  Magna Ýr með 179 í meðaltal og Karen Rut með 153.  Magna er yfir sínu alsherjarmeðaltali en Karen aðeins undir.

Hópurinn fer svo á lokahófið á morgun, en það er haldið í Universal Studios og koma svo til landsins á sunnudagsmorgun.

Heimsmeistaramót ungmenna

Hér er mynd af bronsverðlaunahöfunum sem tekin er af Seiju Lankinen frá finnska keilusambandinu.

Aldeilis frábær árangur hjá strákunum.

 

Í dag var fyrri dagur í liðakeppninni og eru strákarnir í 18. sæti af þeim 44 þjóðum sem eru með fult lið.

En staða einstakra manna er eftirfarandi að loknum 15 leikjum (af 194 keppendum):

  • Hafþór Harðarson í 12. sæti með 3164 stig
  • Róbert Dan Sigurðsson í 27. sæti með 3044
  • Stefán Claessen í 118. sæti með 2827
  • Jón Ingi Ragnarsson í 131. sæti með 2796

Hjá stúlkunum er staðan þannig (af 135 keppendum):

  • Magna Ýr Hjálmtýrdóttir í 103.sæti með 2630 stig
  • Karen Rut Sigurðardóttir í 125. sæti með 2284 

Endilega kíkið inná heimasíðu mótsins www.2008wyc.com og skoðið hvað munar litlu á keppenum og sætaröðun.  Krakkarnir spila svo í stuttri olíu á morgun, sem verður þeim vonandi auðveldari.  Stelpurnar byrja á hádegi að íslenskum tíma og strákarnir klukkan 16:30.  Nú er bara að fylgjast með á netinu og ÁFRAM ÍSLAND.

Heimsmeistaramót ungmenna

Í dag var leikið í tvimenning pilta og náðu íslendingarnir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson fjórða sæti í undankeppninni og þar með sæti í undanúrslitum.  

 Efstu liðin í undankeppninni voru:
 
1.       England (Matt Hann og Dominic Barret) 2790 stig – Dominc Barret setti heimsmet í 6 leikja seríu uppá 1.490 stig
2.       Svíþjóð ( Kim Bolleby og James Gruffman) 2.735 stig
3.       Singapore (Gregory Gan og Mark Wong) 2.688 stig
4.       Ísland (Róbert Dan Sigurðsson og Hafþór Harðarson) 2.663 stig – Hafþór setti næst hæstu seríu sem leikin hefur verið á HM unglinga uppá 1.422 stig.
5.       England 2  2.621 stig – komust ekki í undanúrslit.