Ágústa Þorsteinsdóttir, afrekskona í íþróttum lést á gjörgæsludeild Landspítala Íslands 21. ágúst sl.
Útförin fer fram í Áskirju, fimmtudaginn 28. ágúst kl 13:00
Ágústa Þorsteinsdóttir, afrekskona í íþróttum lést á gjörgæsludeild Landspítala Íslands 21. ágúst sl.
Útförin fer fram í Áskirju, fimmtudaginn 28. ágúst kl 13:00
Jæja þá var leikið í þrímenning í morgun og eftir hádegi. Það gekk á ýmsu í spilamennsku hjá all flestum, en okkar menn spiluðu þannig: Árni Geir 211-201-182 = 594, Steini 172-199-200 = 571 og Hafþór 236-188-190 = 614. Samtalls spiluðu þeir 1779 sem er 197 í meðaltal. Eftir hádegi spiluðu svo Andrés 138-193-159 =490, Maggi 179-168-188 =535 og Addi 178-218-123 =519 samtalls 1544 171,5 í meðaltal. Þetta voru mjög skrítnar aðstæður eftir hádegið. Í öðrum leik voru 2 lið með yfir 600 önnur lið undir. á morgun verður spilað í stuttri olíu í þremenning og vonandi verður skorað meira á morgun, þangað til kveðjum við og um leið sendum við Gaua og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Ágústu Þorsteinsdóttur.
Hörður Ingi
Dagur 2. Addi og maggi spiluðu í dag og gekk ekki nógu vel, Addi spilaði 199-174-200-158-187-202 = 1120 og Maggi 150-197-192-180-210-212 = 1141. Eftir þetta fórum við að borða og fórum síðan á markað og skoðuðum allskonar drasl og líka skemmtilegar vörur. Núna er bara verið að slappa af og safna kröftum fyrir þrímenning á morgun.
veðrið er heitt og mollulegt annars er bara fínt hér.
kveð að sinni
Hörður Ingi
Nú er draumurinn orðinn að veruleika, Heimsmeistaramótið er hafið með tvímenning í dag. Hafþór og Steini byrjuðu í fyrsta holli og stóðu sig vel, Hafþór spilaði 191-235-169-176-279-234 = 1285 og Steini spilaði 201-202-235-189-170-219 =1216 og svo voru Andrés og Árni Geir að klára rétt í þessu, Andrés spilaði 199-153-173-190-253-157 = 1125, Árni Geir spilað frábæra keilu 224-225-229-224-199-204 = 1305. Addi og Maggi spila í fyrramálið kl. 09:00 að staðartíma, munurinn á isl.tíma og Bankok tíma eru +7 tímar. Það gengur allt mjög vel hérna, staðsetningin á hótelinu er ekki beint í neinu túristahverfi, okkur er ráðlagt að fara ekkert út á kvöldin labbandi, við erum ca. 40 mín í rútu á leiðinni í keilusalinn, þannig að það er ekkert hægt að skjótast í salinn á sjá aðra spila því þá þarf maður að stoppa í 3-4 klst. það gengur annars mjög vel hérna og allir eru ánægðir með dvölina hér. Þetta er gott að sinni, skrifa aftur á morgun.
Kveðja til allra frá okkur strákunum.
Hörður Ingi
Bronsverðlaunahöfunum frá Heimsmeistarmóti ungmenna var í gær veittar viðurkenningar fyrir árangurinn. Viðurkenningar voru veittar af Keilusambandinu, ÍR og ÍBR. Einnig ræddi blaðamaður frá Morgunblaðinu/24 stundir við þá félaga. Myndin er af þeim Hafþóri Harðarsyni (t.h.) og Róberti Dan Sigurðssyni, ásamt þjálfurum sínum Theódóru Ólafsdóttur og Herði Inga Jóhannssyni.
Meistarakeppni KLÍ verður leikin 9. september 2008 og deildin byrjar að öllum líkindum mánudaginn 15. september (leikur á Skaganum 14/9).
Fjórir pinnar – það var allt sem Hafþóri vantaði til að komast í úrslitin í einstaklingskeppninni. Hafþór endaði í 18. sæti með 211 í meðaltal, sem er frábær árangur. Róbert Dan stóð sig einnig glæsilega endaði í 52. sæti með 201 í meðaltal. Stefán varð svo í 138. sæti með 186 í meðaltal og Jón Ingi í 146. sæti með 185 í meðaltal, sem er yfir alsherjarmeðaltali hjá báðum.
Strákarnir enduðu svo í 26. sæti í liðakeppninni.
Stelpurnar enduðu svo í 95. og 125. sæti. Magna Ýr með 179 í meðaltal og Karen Rut með 153. Magna er yfir sínu alsherjarmeðaltali en Karen aðeins undir.
Hópurinn fer svo á lokahófið á morgun, en það er haldið í Universal Studios og koma svo til landsins á sunnudagsmorgun.
Hér er mynd af bronsverðlaunahöfunum sem tekin er af Seiju Lankinen frá finnska keilusambandinu.
Aldeilis frábær árangur hjá strákunum.

Í dag var fyrri dagur í liðakeppninni og eru strákarnir í 18. sæti af þeim 44 þjóðum sem eru með fult lið.
En staða einstakra manna er eftirfarandi að loknum 15 leikjum (af 194 keppendum):
Hjá stúlkunum er staðan þannig (af 135 keppendum):
Endilega kíkið inná heimasíðu mótsins www.2008wyc.com og skoðið hvað munar litlu á keppenum og sætaröðun. Krakkarnir spila svo í stuttri olíu á morgun, sem verður þeim vonandi auðveldari. Stelpurnar byrja á hádegi að íslenskum tíma og strákarnir klukkan 16:30. Nú er bara að fylgjast með á netinu og ÁFRAM ÍSLAND.
Í hádegisfréttum stöðvar 2 var fjallað um árangur þeirra Hafþórs og Róberts og má sjá myndbrotið hér. Klippan er alveg síðast í fréttatímanum.
Í dag var leikið í tvimenning pilta og náðu íslendingarnir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson fjórða sæti í undankeppninni og þar með sæti í undanúrslitum.