Félagakeppni KLÍ

Þriðja umferð félagakeppni KLÍ var leikin á þriðjudag.  ÍR spilaði afar vel og þá sérstaklega Jón Ingi og Magnús.  Meðaltal liðsins var 223,6 en Jón Ingi spilaði 973 í 4 leikjum en Magnús bætti um betur og spilaði 1016 sem er 17 pinnum frá núverandi Íslandsmeti.  Arnar Davíð átti mjög gott kvöld og spilaði 879 í 4 leikjum eða 219,7 í meðaltal.  KFK sótti í sig veðrið og tók 18 stig sem er helmingi meira en þeir náðu samanlagt úr fyrstu 2 umferðunum.  KFA náði einungis í 7 stig þrátt fyrir að vera með þriðja hæsta pinnafallið en spilamennskan gegn þeim var um 200 pinnum hærra en gegn næsta liði sem á eftir kom.  Staðan í keppninni er hér.  {RÞ}

 

Nýtt meðaltal

Nú hefur verið birt nýtt meðaltal, miðað við þann 31. janúar 2009.

Allt sem við kemur meðaltalinu má sjá undir Tölfræði hér til vinstri; heildarlistann má finna undir Meðaltal, og síðan má skoða leiki á bakvið meðaltal einstakra leikmanna og þróun meðaltals þeirra undir Leikmenn.

Guðrún og Magnús Íslandsmeistarar

Íslandsmóti einsaklinga með forgjöf lauk í kvöld og tiltlana hlutu Guðrún Arnarsdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur og Magnús S. Guðmundsson, Keilufélagi Akranes, og er þetta í fyrsta sinn hjá þeim báðum.

Guðrún sigraði Sólrúnu Pálsdóttur, KFR, 3 -1 í úrslium, en Ragna Guðrún Magnúsdóttir, KFR, lenti í þriðja sæti.  Hjá körlunum þurfti oddaleik en Magnús hafði betur gegn Ólafi Þór Ólafssyni, ÍR, 3 – 2.  Í þriðja sæti endaði svo Þröstur Friðþjófsson, KFK.  Nánari staða eftir undanúrslit hér.