Þá er Íslandsmót einstaklinga farið af stað og er leikið í tveimur hollum, fyrra hollið núna um helgina og seinna hollið næstu helgi. Nú er lokið 6 leikjum af 12 hjá körlum og konum,á morgun verða leiknir seinni 6 leikir.
Íslandsmót einstaklinga án forgjafar
Ég vil minna á að lokadagur fyrir skráningu í Íslandsmót án forgjafar er n.k. föstudagur 20.02. kl. 22.00 (ath. lokafrestur hefur verið framlengdur um 2 daga miðað við auglýstan tíma). Setjið í gír og skráið ykkur strax til að forðast biðraðir.
Íslandsmót unglinga

Þá er lokið Íslandsmóti unglinga, úrslitin voru leikin í gær (15.feb.2009) og voru leikir skemmtilegir og spennandi. Ástrós Pétursdóttir, ÍR, og Skúli Freyr Sigurðsson, KFA, unnu opna flokkinn. Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með sigurinn (úrslit hér).
Félagakeppni KLÍ
Þriðja umferð félagakeppni KLÍ var leikin á þriðjudag. ÍR spilaði afar vel og þá sérstaklega Jón Ingi og Magnús. Meðaltal liðsins var 223,6 en Jón Ingi spilaði 973 í 4 leikjum en Magnús bætti um betur og spilaði 1016 sem er 17 pinnum frá núverandi Íslandsmeti. Arnar Davíð átti mjög gott kvöld og spilaði 879 í 4 leikjum eða 219,7 í meðaltal. KFK sótti í sig veðrið og tók 18 stig sem er helmingi meira en þeir náðu samanlagt úr fyrstu 2 umferðunum. KFA náði einungis í 7 stig þrátt fyrir að vera með þriðja hæsta pinnafallið en spilamennskan gegn þeim var um 200 pinnum hærra en gegn næsta liði sem á eftir kom. Staðan í keppninni er hér. {RÞ}
Deildarbikar liða
Síðast umferð í deildarbikar liða var í gærkvöldi og er lokastaðan hér. Úrslitin eru svo 14. apríl n.k. og leika tvö efstu liðin úr hvorum riðli um titilinn.
Íslandsmót unglinga
Þá er lokið fyrri helgi í Íslandsmóti unglinga. Staðan í mótinu er hér. Keppni lýkur svo næsta sunnudag í Keiluhöllinni.
Nýtt meðaltal
Nú hefur verið birt nýtt meðaltal, miðað við þann 31. janúar 2009.
Allt sem við kemur meðaltalinu má sjá undir Tölfræði hér til vinstri; heildarlistann má finna undir Meðaltal, og síðan má skoða leiki á bakvið meðaltal einstakra leikmanna og þróun meðaltals þeirra undir Leikmenn.
Guðrún og Magnús Íslandsmeistarar

Íslandsmóti einsaklinga með forgjöf lauk í kvöld og tiltlana hlutu Guðrún Arnarsdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur og Magnús S. Guðmundsson, Keilufélagi Akranes, og er þetta í fyrsta sinn hjá þeim báðum.
Guðrún sigraði Sólrúnu Pálsdóttur, KFR, 3 -1 í úrslium, en Ragna Guðrún Magnúsdóttir, KFR, lenti í þriðja sæti. Hjá körlunum þurfti oddaleik en Magnús hafði betur gegn Ólafi Þór Ólafssyni, ÍR, 3 – 2. Í þriðja sæti endaði svo Þröstur Friðþjófsson, KFK. Nánari staða eftir undanúrslit hér.
Íslandsmót einstaklinga með forgjöf
Þá er milliriðlinum lokið í mótinu, en á morgun verða leikin undanúrslit – allir við alla, og úrslit strax á eftir. Staðan í mótinu er hér.
Íslandsmót unglinga
Íslandsmót unglinga verður háð 7.og 8. feb og 14. og 15. feb.
sjá nánar í auglýsingu