Reykjavíkurmótin í keilu 2022

Helgina 17. og 18. september fara fram Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2022

Laugardaginn 17. september

Reykjavíkurmót einstaklinga 2022 með forgjöf

Skráning fer fram hér: Sportabler – Vinsamlega gætið að því að velja rétta skráningu móts. Skráningu lýkur föstudaginn 16. september kl. 16:00.

Fyrirkomulag: Leikin verður 6 leikja sería, karlaflokkur sér og kvennaflokkur sér. Forgjöf miðast við 80% mismun á meðaltali leikmans og meðaltali hæðsta leikmanns í mótinu, hámarksforgjöf eru 64 pinnar, hámarksleikur er 300 pinnar með forgjöf.

Að lokinni seríunni fara 3 efstu keilararnir úr hvorum flokki í úrslit þar sem allir 3 leika einn leik. Sá sem lægsta skorið hefur að þeim leik loknum endar í 3. sæti mótsins, hinir tveir leika einn leik til viðbótar um titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2022 með forgjöf.

Leiktímar:  Mótið hefst stundvíslega kl. 09:00 laugardaginn 17. september 2022 – Úrslit strax að lokinni forkeppni – Olíuborið á milli.

——————————————————————————————————————-

Sunnudaginn 18. september

Reykjavíkurmót einstaklinga 2022

Skráning fer fram hér: Sportabler – Vinsamlega gætið að því að velja rétta skráningu móts. Skráningu lýkur föstudaginn 16. september kl. 16.00.

Fyrirkomulag: Leikin verður 6 leikja sería, karlaflokkur sér og kvennaflokkur sér.

Að lokinni seríunni fara 3 efstu keilararnir úr hvorum flokki í úrslit þar sem allir 3 leika einn leik. Sá sem lægsta skorið hefur að þeim leik loknum endar í 3. sæti mótsins, hinir tveir leika einn leik til viðbótar um titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2022.

Leiktímar:  Mótið hefst stundvíslega kl. 09:00 sunnudaginn 18. september 2022 – Úrslit strax að lokinni forkeppni – Olíuborið á milli.

——————————————————————————————————————-

Olíuburður Reykjavíkurmóta einstaklinga 2022

Olíuburður í mótinu verður 42 feta medium burðurinn sem verður á í deildinni leiktímabilið 2022 til 2023 (uppfært).

——————————————————————————————————————-

Almennar mótsreglur

Almennar mótsreglur gilda. Skipt er um brautarpar eftir hvern leik í forkeppni, hægri braut upp, vinstri braut niður.

Upphitun eru 10 mín fyrir forkeppni og úrslit.

Jafntefli

Séu tveir eða fleiri leikmenn jafnir að lokinni forkeppni ræður síðasti leikur úrslitum um sætaröð, hærri leikur gefur hærra sæti.

Séu tveir leikmenn jafnir í úrlitum skal spila Roll-Off til að ákveða sætaröð.

——————————————————————————————————————-

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Fyrri degi liðakeppninnar er lokið

Fyrri degi liðakeppninnar er lokið á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi.
Strákarnir byrjuðu í morgun, þriðjudag og voru þeir í mjög góðum gír.
Hinrik og Ísak byrjuðu vel með 210 og 213. Mikael spilaði 172 og Aron 161. Í leik 2 setti Hinrik í 236 og Ísak var með 202 en Aron náði smá upp með 191 og Mikael spilaði 181, flott sería hjá okkar mönnum. Í þriðja leik voru Hinrik og Ísak í sama gír en Hinrik spilaði 229 og Ísak fór aftur í 202. Mikael datt niður í 160 á meðan Aron datt enn lengra niður í 138.
Eru þeir í ellefta sæti með 2295 seríu eftir þrjá leiki af sex.
Stelpurnar spiluðu eftir hádegið þó þau séu ekki með í liðakeppnini. Þær spiluðu með yndislegri stelpu frá Eistlandi. Hafdís byrjaði á 153 á meðan Særós spilaði 101. Særós meiddist aðeins í úlnliðinum en hún náði að harka það af sér og halda áfram. Hafdís náði að koma sér upp í 169 í öðrum leik og Særós með 148. Hafdís kláraði með 163 en Særós datt niður í 120.Flott hjá þeim stelpum.
Á morgun heldur liðakeppnin áfram og byrja stelpurnar núna kl 9:00 á frönskum eða 7:00 á íslenskum tíma. Strákarnir spila svo kl 13:15 eða 11:15. ÁFRAM ÍSLAND

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Tvímenning lokið hjá stelpunum okkar

Þá er tvímenning lokið hjá stelpunum okkar á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi. Þær vinkonur Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og Særós Erla Jóhönnudóttir stigu upp á braut kl. 9:00 í morgun, mánudag.
Þeirra gengi var nokkuð jafnt yfir 6 leikina en Hafdís gerði 153 og 142 í fyrstu tveimur og Særós 137 og 143. Er þetta í fyrsta mót Særósar sem fram fer í útlandinu og aðeins 12 ára að aldri. Hafdís datt svo niður í 132 en reif sig aftur upp með 165 og 170 leiki. Særós hélt sama hraða með 145 en datt svo niður í 109 og 128. Hafdís endar svo á 159 sem gerir 921 samanlagt og Særós kláraði með 140 sem er 802 samanlagt og setti hún persónulegt met í 5 leikjum en var þremur pinnum frá því að bæta það í 6 leikjum. Enduðu þær þá samanlagt með 1723 og enduðu í 27. Sæti. Fínasti árangur hjá þeim tveim. Lið Finna, Svía, Tékka og Slóvena komust svo í undanúrslit og unnu Svíar Slóveníu og Finnar tóku þær tékknesku. Finnsku og sænsku stelpurnar áttu svo hörku leik en þær finnsku báru sigur úr bítum með 444 á móti 332. Gull á Finnland og annað silfur á sænska liðið. Næst hjá okkar ungmennum eru fyrstu leikir í liðakeppni en strákarnir byrja kl. 9:00 á frönskum eða 7:00 íslenskum. Þar sem stelpurnar eru bara tvær saman þá munu þær ekki taka þátt í liðakeppninni en fá samt að spila og verða þær með einni Eistneskri með sér á braut. Áfram Ísland.

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – tvíenningur búinn hjá strákunum

Þá er tvíenningur búinn hjá strákunum okkar á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi. Aron Hafþórsson og Hinrik Óli Gunnarsson byrjuðu í fyrra holli og gekk þeim brösulega.
Þeir byrjuðu mjög svipaðir í fyrsta leik en þá áttu þeir 156 og 157 leik (mjög jafnt).
Aron hrökk svo í gang með 2 góðum leikjum, 181 og 199 en Hinrik enn í smá basli með 151 og 179.
Aron dettur svo aftur niður með 160, 156 og 144. Hinrik hinsvegar komst aðeins út úr klípuni með 182 eftir 147 leik en hann endar á 158.
Erfiður dagur fyrir okkar menn. Ísak Birkir Sævarsson og Mikael Aron Vilhelmsson stigu svo á brautirnar eftir hádegi og byrjuðu þokkalega vel en Ísak spilaði 225 og Mikael 190.
Það varð smá óhapp samt í miðjum fyrsta leik þegar vatn skvettist út um leikmannasvæðið okkar manna. Mikael hélt sama dampi í leik 2 með 214 en Ísak var ekki að finna leyfakúluna sína á þeim brautum en hann spilaði 135. Svo kom Ísak sterkur til baka og spilaði 212, 188 og 172 á meðan Mikael spilaði 221 og dettur svo niður í 159 og 150. Ísak klárar vel með 195 en Mikael með 156. Flottur dagur hjá þeim tveim. Lið Svía, Finna, Ítala og Dana komust svo áfram í undanúrslit í tvímenning sem spilaður var strax eftir hollin tvö. Þar tóku Ítalir Dani og Svíar unnu Finna en Robin Ilhammar felldi 12 sinnum í einum leik á meðan Carl Eklund spilaði 246(nýtt evrópumet). Það kom þeim samt ekki til hjálpar þegar þeir bakkabræður mættu Ítölum í úrslitum. Þar spilaði Mario Del Gaudio 279 leik á meðan Giorgio Gragnaniello náði bara 193. Það var samt nóg til að sigra Svíana en þeir spiluðu bara 412 samanlagt. Gull á Ítalíu.
Næst hjá strákunum er að horfa á stelpurnar okkar, þær Hafdísi Evu Laufdal Pétursdóttur og Særósu Erlu Jóhönnudóttur en þær hefja leik á morgun, mánudag kl. 9:00 að frönskum tíma eða 7:00 íslenskum tíma. Liðakeppni strákanna hefst svo á þriðjudag Áfram Ísland!

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Fyrsta degi lokið

Dagur eitt og formlegri æfingu lokið. Allir klárir fyrir morgundaginn. Aron og Hinrik eru tvímenningur eitt og hefja þeir leik klukkan 9:00 (7:00) ekki er komin brautar niðurröðun. Tvímenning tvö skipa svo Ísak og Mikael og hefja þeir leik klukkan 13:15 (11:15)

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu

Evrópumeistaramót unglinga U18

Þessi glæsilegi hópur æfir nú á fullu fyrir EYC, Evrópumeistarmót unglinga undir 18 ára sem fram fer í Wittelsheim Frakklandi dagana 2. til 11. september. Piltarnir sem fara eru Aron Hafþórsson, Hinrik Óli Gunnarsson, Ísak Birkir Sævarsson og Mikael Aron Vilhelmsson. Stúlkurnar eru þær Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og Særós Erla Jóhönnudóttir.  Þjálfarar Guðmundur Sigurðsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson
Heimasíða mótsins “ eyc2022.etbfchampionships.eu/

EM kvenna 2022 lokið

Í gær lauk liðakeppni á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru Hollendingar sem enduðu efstar í forkeppninni, Svíþjóð í öðru sæti, Danmörk í þriðja sæti og Þjóðverjar í fjórða sæti. Í undanúrslitum léku því Holland gegn Þýskalandi og Svíþjóð gegn Danmörku. Þýskaland og Svíþjóð  unnu sína undanúrslitaleiki. Þýskaland vann svo úrslitaleikinn gegn Svíþjóð.

Alls voru 14 þjóðir í liðakeppninni og endaði Ísland í 14 sæti.

Veitt eru verðlaun úr sameiginlegu skori yfir allt mótið og það var hún Peppi Konsteri frá Finlandi sem stóð upp sem sigurvegari með 5013 stig eða 208,9 stig að meðaltali, í öðrusæti var Anna Anderson frá Svíðjóð með 4978 stig eða 207,4 stig að meðaltali og í því þriðja var Jenny Wegner einnig frá svíþjóð með 4971 stig eða 207.1 stig að meðaltali.

Alls voru 102 keppendur á mótinu og enduðu stelpurnar okkar í eftirfarandi sætum:

80        Helga Ósk Freysdottir                     

82        Katrín Fjóla Bragadóttir      

85        Marika Katarina Lönnroth  

94        Margrét Björg Jónsdóttir    

97        Linda Hrönn Magnusdóttir

100     Málfríður Jóna Freysdóttir

Í dag hófst svo masters keppnin þar sem efstu 24 keppendur á mótinu spila í útslattarkeppni þar sem vinna þarf 2 leiki til að komast áfram í næstu umferð. Eftir frábæra spilamensku í dag mættust þær Josefin Hermansson frá Svíþjóð og Jenny Wegner einnig frá Svíþjóð í úrslitaleiknum þar sem Josefin stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Jenny í tveimur leikjum.

EM kvenna 2022 – Þrímenningskeppni lokið

Í gær lauk þrímenningskeppni á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru Anna Anderson, Cajsa Wegner og Jenny Wegner frá Svíþjóð sem enduðu efstar í forkeppninni, Cecilie Jeanette, Mika Glud Guldbæk og Mai Ginge Jensen frá Danmörku í öðru sæti, Ani Juntunen, Marjaana Hytönen og Peppi Konsteri frá Finlandi í þriðja sæti og Sandra Andersson, Josefin Hermansson og Victoria Johansson frá Svíþjóð í fjórða sæti. Í undanúrslitum léku því Svíþjóð gegn Svíþjóð og Danmörk gegn Finlandi. Anna, Cajsa og Jenny unnu undanúrslitaleikinn gegn samlöndum sínum og mæta í úrslitum Cecilie, Mika og Mai þar sem þær unnu sína viðureign gegn Finlandi. Svíþjóð unni svo samfærandi sigur á Danmörku í úrislitaleiknum.

Alls tóku þátt 32 þrímenningar en Katrín Fjóla Bragadóttir, Marika Lönnroth og Helga Ósk Freysdóttir spiluðu hæst af íslensku stelpunum og enduðu þær í 27. sæti. Margrét Björg Jónsdóttir,Málfríður Jóna Freysdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 32. sæti.

Í dag hefst svo liðakeppnin sem stendur yfir í 2 daga og munu stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:

Fimmtudagur kl. 10:00

Föstudagur kl. 9:00

Undanúrslit í liðakeppni eru á föstudaginn kl. 14:15 og úrslit kl. 16:00

Úrslit í liðakeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér.

Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér. 

EM kvenna 2022 – Tvímenningskeppni lokið

Í dag lauk tvímenningskeppnin á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru Ani Juntunen og Peppi Konsteri frá Finnlandi sem enduðu efstar í forkeppninni, Emma Friant og Manon Grandsire frá Frakkland í öðru sæti, Josefin Hermansson og Victoria Johansson frá Svíþjóð í þriðja sæti og Cajsa Wegner og Jenny Wegner frá Svíþjóð í fjórða sæti. Í undanúrslitum léku því Ani og Peppi gegn Cajsu og Jenny og Emma og Manon gegn Josefin og Victoriu. Bæði Sænsku liðin unnu í undanúrslitum og kepptu því til úrslita og fór það svo að Josefin og Victoria sigruðu.

Alls tóku þátt 50 tvímenningar en Katrín Fjóla Bragadóttir og Helga Ósk Freysdóttir spiluðu hæst af íslensku stelpunum og enduðu þær í 37. sæti. Margrét Björg Jónsdóttir og Marika Lönnroth enduðu í 47. sæti og Málfríður Jóna Freysdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 49. sæti. Nánar um skor og lokastöðu tvímenningskeppninnar má skoða hér.

Á morgun hefst svo þrímenningskeppnin sem stendur yfir í 2 daga og munu stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:

Þriðjudagur kl. 10:00 – Marika, Helga og Katrín

Þriðjudagur kl. 13:45 – Málfríður, Margrét og Linda

Miðvikudagur kl. 9:00 – Málfríður, Margrét og Linda

Miðvikudagur kl. 12:45 – Marika, Helga og Katrín

Undanúrslit í þrímenningskeppni eru á miðvikudag kl. 16:15 og úrslit kl. 17:30

Úrslit í þrímenningskeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér.

Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér. 

EM kvenna 2022 – Einstaklingskeppni lokið

Í dag lauk einstaklingskeppnin á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru sterkar sænskar stelpur sem röðuðu sér í 4 efstu sætin og léku til úrslita. Úrslitin voru mjög spennandi og endaði úrslitaleikurinn í bráðabana hjá þeim Söndru Anderson og Önnu Anderson og sigraði Anna með fellu gegn 9 pinnum hjá Söndru.

Alls tóku þátt 102 leikmenn en Katrín Fjóla Bragadóttir sem endaði í 57. sæti skoraði hæst af íslensku stelpunum með 1064 seríu eða 177.3 í meðaltal, Margrét Björg Jónsdóttir endaði í 73. sæti með 1016 seríu eða 169.3 í meðaltal, Marika Lönnroth endaði í 76. sæti með 1012 eða 168.7 í meðaltal, Helga Ósk Freysdóttir endaði í 81. Sæti með 1001 seríu eða 166.8 í meðaltal, Málfríður Jóna Freysdóttir endaði í 97. Sæti með 923 serí eða 153.8 í meðaltal og Linda Hrönn Magnúsdóttir endaði í 100 sæti með 901 seríu eða 150.2 í meðaltal. Nánar um lokastöu einstaklingskeppninnar má skoða hér.

Á morgun hefst svo tvímenningskeppnin sem stendur yfir í 2 daga og munu stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:

Sunnudagur kl. 9:00 – Helga og Katrín

Sunnudagur kl. 13:45 – Málfríður og Linda

Mánudagur kl. 10:00 – Margrét og Marika

Undanúrslit í tvímenningskeppni eru á mánudag kl. 14:30 og úrslit kl. 15:15

Úrslit í tvímenningskeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér.

Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér.