Dagskrárbreytingar

Stjórn KLÍ hefur í samráði við öll félögin ákveðið  að gera breytingar á dagskrá og hefur fært Árshátíðina og fleiri viðburði og hefur dagskrá  á síðu kli.is verið breytt til samræmis við það. Sjá dagskrá apríl og maí

Úrslit í utandeild verða 24. apríl í stað 15. maí
Úrslitaumferð í Íslandsmóti félaga verður 30. apríl í stað 14. maí
Lokaumferð allra deilda verður kl. 11:00 3. maí í stað kl. 15:30 og Árshátíðin verður haldin sama dag kl. 19:00 laugardaginn 3. maí og mun afrekshópur kvenna sjá um hana að þessu sinni.

AMF 3. umferð

Loksins er komin staðfesting á leikdögum fyrir 3. umferð í AMF leikjaröðinni og eru 2 leikjablokkir í boði núna. Miðvikudaginn 2. apríl kl. 19:00 og laugardaginn 5. apríl kl. 09:00

Úrslit 3. umferðar verða leikin kl. 12:00 laugardaginn 5. apríl og úrslit úr öllum þrem umferðunum kl. 09:00 sunnudaginn 6. apríl. Eingöngu er leikið í Egilshöllinni.

Sjá auglýsingu HÉR og skráningu HÉR. Staðan í stigakeppninni sjá HÉR.

Styrktarmót unglingalandsliðsins

Unglingalandslið undir 18 ára er á leið á Evrópumeistaramót Unglinga í Óðinsvé, Danmörku þann 12. apríl næstkomandi. Í tilefni þess verður haldið styrktarmót í Keilusalnum Akranesi sem nýtist sem fjáröflun fyrir ferðina. Leiknir verða 3 leikir í forkeppni dagana 26. – 29. mars, 6 hæstu seríurnar með forgjöf leika til úrslita laugardaginn 29. mars. ATH aðeins 6 manns geta spilað í hverri umferð.

Sjá auglýsingu HÉR og skráningu HÉR.

Leikdagar:
– Miðvikudagur 26. mars kl. 18
– Miðvikudagur 26. mars kl. 19:30
– Fimmtudagur 27. mars kl. 18
– Fimmtudagur 27. mars kl. 19:30
– Föstudagur 28. mars kl. 20
– Föstudagur 28. mars kl. 21:30
– Laugardagur 29. mars kl. 13
– Laugardagur 29. mars kl. 14:30
– Laugardagur 29. mars kl. 16
– ÚRSLIT: Laugardagur 29. mars kl. 19


Miðaverð: 2.500 kr.- fyrir 3 leiki
Veglegir vinningar í boði fyrir efstu 6 sætin + hæstu seríu án forgjafar í forkeppni 


Allur ágóði rennur til Unglingalandsliðs U-18


Andlátsfregn

Alois Jóhann Raschhofer andaðist í morgun á Hrafnistu, 77 ára að aldri.  Alois stundaði keilu frá upphafi keilunnar á Íslandi og var margfaldur Íslandsmeistari einstaklinga og para. Honum var veitt Afreksmerki KLÍ árið 2002.  Hann lék lengstum með KFR – Þröstum.  Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Alois innilegar samúðarkveðjur.

Íslandsmót einstaklinga 50+ 2014

Dagana 12 – 14 apríl n.k. verður fyrsta Íslandsmót öldunga í keilu, 50 ára og eldri, haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Egilshöll.

Sjá auglýsingu fyrir mótið eða fara beint á skráningarsíðu

Íslandsmót öldunga í keilu, fyrir 50 ára og eldri, verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll og Keiluhöllinni Öskjuhlíð dagana 12. –  14. apríl.

Forkeppni fer fram helgina 12. –  13. apríl í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll og hefst keppni kl. 9:00.

Allir keppendur spila 12 leiki í forkeppninni, 6 leiki hvorn dag, annan daginn í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni Egilshöll. Efstu 8 karlarnir og efstu 8 konurnar halda áfram í undanúrslit. Verð í forkeppni kr. 10.000,-

Undanúrslit – mánudaginn 14. apríl kl. 19:00 í Keiluhöllinni Egilshöll

Efstu 8 karlarnir og efstu 8 konurnar spila 7 leiki, allir við alla, einfalda umferð. Tveir efstu karlarnir og tvær efstu konurnar leika síðan til úrslita strax að loknum undanúrslitum. Verð í undanúrslit kr. 5.500,-


Úrslit – mánudaginn 14. apríl strax að loknum undanúrslitunum

Spiluð eru úrslit milli tveggja efstu manna/kvenna, sá/sú sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflisviðureignir telja sem skipt viðureign (1/2 stig á hvorn), ef enn er jafnt eftir 5 leiki þá ræður pinnafall. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari öldunga.


Olíuburður í mótinu er 2013 USBC Senior Masters

Sjá nánar í Reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 10. apríl kl. 22:00

Mótanefnd KLÍ

Ef aðsókn beggja kynja verður of lítil verður sameinað í einn flokk og fá þá konur 8 pinna í forgjöf.

 

Íslandsmót félaga – Staðan

Þriðji  leikdagur á Íslandsmóti félaga fór fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð mánudaginn 17. mars s.l. Staðan er nú þannig að ÍR-karlar hafa aukið forystuna á toppnum í Opna flokknum og eru með 135,5 stig eftir 19 leiki. KR-karlar eru komnir í 2. sætið með 109 stig eftir 18 leiki og ÍR-konur eru í 3. sæti með 106,5 stig eftir 18 leiki. ÍR-konur eru í efsta sætinu í kvennaflokki með 52 stig eftir 7 leiki, KFR-konur eru í 2. sæti með 40 stig eftir 6 leiki, ÍA-konur eru í 3. sæti með 12 stig eftir 6 leiki og ÍFH-konur eru í 4. sæti einnig með 12 stig eftir 6 leiki.

Bikarkeppni liða 4 liða úrslit

Tveir leikir hafa nú farið fram í 4 liða úrslitum Bikarkeppni liða. ÍR-BK tók á móti ÍR-Buff í Öskjuhlíðinni og vann ÍR-Buff viðureignina örugglega 3 – 0 með 1.957 á móti 1.796. KR-D tók einnig á móti ÍR-KLS í Öskjuhlíðinni og vann ÍR-KLS viðureignina með nokkrum yfirburðum 3 – 0 með 2.330 á móti 2.048.

KFR-Valkyrjur taka síðan á móti KFR-Afturgöngunum í Keiluhöllinni í Egilshöll miðvikudaginn 26. mars, en leikur ÍA og KFR Lærlingar mun fara fram í Keilusalnum á Skaganum föstudaginn 11. apríl n.k.

Breyting á dagskrá

Vegna ófærðar yfir Öxnadalsheiði í dag og áætlunar um að fært verði uppúr hádegi á morgun laugardag, hefur Mótanefnd fært þá leiki sem voru á dagskrá laugardaginn 22 mars til sunnudagsins 23. mars. Þakkar Mótanefnd norðanmönnum það að vera tilbúnir til að berjast suður yfir heiðar um leið og fært er til að spila sína leiki, einnig mótherjum þeirra fyrir að gera breytingar á sínum áætlunum.  Sjá nánar í dagskrá

Meistarakeppni ungmenna 5. umferð

Fimmta og síðasta umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 22. mars og hefst keppni kl. 9:00. Keppendur í 1., 2. og 3. flokki spila 6 leiki, en keppendur í 4. og 5. flokki spila 3 leiki. Sjá stöðuna eftir 4. umferð

 

5. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 22. mars 2014.

Í Meistarakeppni ungmenna taka þátt börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna. Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá 

Keppt er í fimm aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára
5. flokkur 7 – 8 ára

Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Sjá nánar í regluferð um Meistarakeppni ungmenna