EYC2016 – vinnuhópar

Frá setningu EYC2014 í DanmörkuEins og sagt hefur verið frá hefur Keilusamband Íslands fengið það hlutverk að halda Evrópumót ungliða 2016 og verður það mót haldið um páskana á næsta ári. Ljóst er að mikil vinna þarf að fara fram í skipulagningu fyrir mótið og óskar stjórn sambandsins hér með eftir áhugasömu fólki sem vill koma í hinar ýmsu undirbúningsnefndir fyrir mótið.

Um er að ræða nokkrar nefndir sem þarf að setja á fót. Það eru m.a.:

Fjárhasnefnd – Þessi nefnd sér um fjárhagslega skipulagningu móstins. Unnið í samstarfi við gjaldkera KLÍ.

Markaðshópur – Þessi hópur þarf að útvega m.a. styrktaraðila, finna gjafir fyrir keppendur, sjá um kynningar fyrir mót o.sv.fr.

Flutningar og viðburðir – Þessi hópur sér um flutninga og viðburði til handa keppendum og fararstjórnum. Koma liðinu á hótel, á keppnisstað o.sv.fr.

Tölvumál – Þessi hópur sér um tölvumál fyrir mótið s.s. að koma á fót vefsíðu fyrir mótið, upplýsingum þegar á mótinu stendur o.sv.fr.

Þeir sem áhuga hafa á að starfa í þessum nefndum eru beðnir um að smella á viðeingandi hlekk og senda póst á stjórn KLÍ og gefa upp nafn, síma og netfang svo hægt sé að skrá viðkomandi í hópinn. Einnig er klárt mál að það vantar einhvern fjölda af sjálfboðaliðum þegar kemur að mótinu sjálfu og verður sérstaklega auglýst eftir þeim þegar nær dregur. Mótið er þó bara eftir ár og því í raun stutt í mótið.

Íslandsmeistarar 2015

 Ragnheiður „Lilla“ Þorgilsdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2015.

Í öðru sæti urðu Ástrós Pétursdóttir ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA, í þriðja sæti urðu Ragna Matthíasdóttir KFR og Arnar Sæbergsson ÍR.

Þetta er í fjórða sinn sem Hafþór hampar titlinum frá árinu 2011, en í fyrsta skipti hjá Ragnheiði og fer því nýtt nafn á bikarinn annað árið í röð.

 Allir við alla, karlar og konur.

Undanúrslit og úrslita staða, karla og kvenna.
 

Andlátsfregn

Stefán Þór JónssonStefán Þór Jónsson lést á Landspítalanum Fossvogi á mánudagskvöldið síðasliðna. Stefán stundaði keilu í meir en 20 ár og hefur leikið með ýmsum liðum á þeim tíma og nú síðustu ár með ÍR Broskörlum. Stefán var án efa einn litríkasti keilari landsins og verður hans sárt saknað úr þeim hópi.

 
Útför Stefáns fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. janúar kl 13.
 

Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur.

EYC2016 á Íslandi

Í byrjun desember 2014 þá sótti stjórn KLÍ um að fá að halda hér á landi Evrópumót unglinga 2016 og var þetta gert í ljósi góðrar útkomu á ECC2014 sem haldið var hér í október s.l.  Á stjórnarfundi ETBF í lok desember var umsókn Íslands varðandi EYC2016 samþykkt.  Þetta mót er u.þ.b þrefalt stærra en það mót sem haldið var í október og því þarf undirbúningur að vera góður og ekki nema ár í mót.