Utandeildin 2015 til 2016

Lið Málningar eru Utandeildarmeistarar KLÍ 2015Skráning í Utandeildina 2015 til 2016 er hafin, sjá auglýsingu, og lýkur henni 27. september. Sú breyting er á í ár að núna verður keppt á miðvikudagskvöldum og að sjálfsögðu í Keiluhöllinni Egilshöll. Þess má geta að í ár verður sérstakt samstarf milli KLÍ og Keiluhallarinnar Egilshöll með utandeildina og verður markmiðið að fjölga liðum í deildinni verulega með aukinni þátttöku almennings.

Heiðursveggur í Keiluhöllinni Egilshöll

Heiðursskilti á súlum milli brauta í Keiluhöllinni EgilshöllÍ dag afhjúpuðu eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll skilti sem heiðra þá íslensku keilara sem hafa náð fullkomnum leik í keilu eða 300 stig. Alls hafa 18 karlar náð þessum merka áfanga og t.d. voru spilaðir tveir 300 leikir á síðasta keppnistímabili í 1. deild karla. Hæsti leikur hjá konum er hinsvegar 290, sjá tölfræði á vefnum.

Keilusamband Íslands þakkar eigendum Keiluhallarinnar Egilshöll fyrir þetta frábæra framtak og þann heiður sem þeir sýna keilurum.

Heiðursskilti á súlum milli brauta í Keiluhöllinni Egilshöll  Heiðursskilti á súlum milli brauta í Keiluhöllinni Egilshöll  Heiðursskilti á súlum milli brauta í Keiluhöllinni Egilshöll

Árskort – Reglur

Verð: 79.990,- á ári.

Gullkort og sala þeirra.

  • Gullkortin eru eingöngu seld í gegnum keilufélögin.
  • Sækja þarf Gullkortin í Keiluhöllinni.
  • Allir gullkortshafar þurfa að framvísa gullkortum í afgreiðslu og láta skrá sig á lista. Starfsmenn Keiluhallarinnar hafa ekki leyfi til að veita undantekningar á þessu.

Takmarkanir á Gullkortin:

  • Gullkort gilda ekki fimmtudaga- laugardaga frá kl. 18.00 – 01.00
  • Hver heimsókn miðast við 60 mínútur, eftir þann tíma eru korthafar víkjandi.
  • Víkjandi brautarnotkun um helgar. Starfsmenn Keiluhallarinnar munu þurfa visa korthöfum af brautum sé mikil aðsókn um helgar.
  • Gullkortshafar meiga koma milli kl. 11.00 – 14.00 á virkum dögum í samráði við skrifstofu. Sími: 511-5202.
  • Deildarburður verður alltaf klár á hverjum degi á 4 brautum fyrir þá sem vilja æfa. Vilji menn annan burð eða  ef þessar 4 brautir séu uppteknar, þá þarf að borga fyrir burðinn sérstaklega

Landslið heyrnarlausra á heimsmeistaramót í Bologna

Íslenska landslið heyrnarlausra ásamt þjálfara sem tekur þátt á heimsmeistaramóti heyrnalausra 2015Íslenska landslið Heyrnarlausra (Döff) í keilu er á förum á Heimsmeistarmót sem fer fram í Bologna Ítalíu 20. – 30. ágúst 

Ísland hefur aldrei áður tekið þátt í Heimameistaramóti heyrnarlausra en þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið.

Liðið skipa. karlar. Böðvar Már Böðvarsson og Jóel Eiður Einarsson

Konur: Anna Kristín Óladóttir, Elsa G Björnsdóttir, Ragna G Magnúsdóttir og Ragnheiður Þorgilsdóttir 

Ana Rita A Gomes mun spila sem héri í mótinu þar sem hún hefur ekki öðlast Íslenskan ríkisborgara rétt.

Þjálfari: Theódóra Ólafsdóttir

Heimasíða mótsins er http://www.wdbcitaly2015.com

Pepsi mótin 2015-2016

Hin vinsælu Pepsi mót ÍR byrja aftur sunnudaginn 23. ágúst kl. 20:00 í Keiluhöllinni Egilshöll. Sama fyrirkomulag verður og undanfarið 4 leikir á sama verði kr. 2.500,- Ef búið verður að tilkynna hvaða olíu á að nota í byrjun deildarkeppninnar þá verður sá burður notaður.

ETBF námskeið í september

Eftirfarandi námskeið verða á vegum ETBF núna í september í ár. Áhugasami eru hvattir til að kynna sér þessi námskeið:

iCoach Conference:
18-20 September 2015

ETBF Level II Coaching Clinic:
14-17 September 2015

ETBF Ball Drilling Certification Clinic:
14-17 September 2015

ETBF Technical Certification Clinic:
14-17 September 2015

ETBF Level III Coaching Clinic
21-26 September 2015

More information from www.bowlingconference.com
 

Árskort

 

Nú er komin niðurstaða í árskortin. 

Kortin kosta kr. 79.900,- og ef greiðslum er dreyft yfir árið þá er það kr. 8.000,- á mánuði.  Hægt verður að kaupa kortin beint í afgreiðslu Keiluhallarinnar eða hjá félögunum.  Settur verður upp kortaskanni í afgreiðsunni þar sem keilari sannar deili á sér við mætingu.  Discokeila verður einungis á finntudagskvöldum.  Árskortahafar þurfa ekki að víkja fyrir annarri umferð almennings.  Eigendur Keiluhallarinnar stefna jafnframt á að seld verði 3 mánaða kort og 6 mánaða kort, en þessar tegundir verða kynntar síðar.