Nú er fyrri keppnisdegi í liðakeppni EM lokið. Strákarnir voru í 9. sæti eftir fyrri riðilinn í morgun.
Á morgun hefst keppni kl. 11:30 og tekur spilamennskan ca. 4,5 klst.
Nú er fyrri keppnisdegi í liðakeppni EM lokið. Strákarnir voru í 9. sæti eftir fyrri riðilinn í morgun.
Á morgun hefst keppni kl. 11:30 og tekur spilamennskan ca. 4,5 klst.
Í dag hófst liðakeppni á EM í Brussel. Strákarnir okkar stóðu sig vel og halda möguleikanum á HM sæti í Kuwait lifandi.
Liðið í dag var skipað Gústafi, Bjarna, Stefáni, Skúla og Arnari Davíð. Guðlaugur lék í liði sem skipað var 6. manni frá 4 öðrum þjóðum og spilaði 553.
Strákarnir byrjuðu daginn ekkert allt of vel, spiluðu 958 í fyrsta leik. Þeir vöknuðu svo til lífsins í leik 2 og 3, spiluðu 1051 og 1058 sem setti þá í 9 sæti eftir fyrri riðilinn.
Stefán kom heldur betur sterkur inn eftir slakkt gengi á mótinu hingað til, spilaði hann best í Íslenska liðinu eða 656. Næst komu Gústaf með 632, Arnar með 609, Skúli með 598 og Bjarni með 573.
Nú stendur yfir seinni riðillinn og eftir að honum líkur verða línur aðeins farnar að skýrast með framhaldið.
Skráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016 með forgjöf. Skráning fer fram hér á vefnum. Skráningu lýkur fimmtudaginn 8. september kl. 21:00.
Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu karlar og konur áfram í undanúrslit. Undanúrslitin eru þannig að 1. og 4. sætið keppa annarsvegar og 2. og 3. sætið hinsvegar. Sá keilari sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaleikinn og þarf tvo sigra þar til að vinna. Þeir sem tapa undanúrslitum spila um þriðja sætið, tvo sigra þarf.
Forkeppnin er laugardaginn 10. september kl. 09:00, 6 leikir og sunnudaginn 11. september kl. 09:00, 3 leikir.
Undanúrslit og úrslit eru þar strax á eftir.
Olíuburður er sá sami og notaður verður í deildarkeppninni, 2013 EBT 15 – Columbia 300 Vienna Open.
Forgjöf er 80% af meðaltali mínus 200.
Verð kr. 6.000,-
Vinsamlegast skráið ykkur tímalega.
Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til breytinga í
forkeppninni.
Reykjavíkurfélögin
Opna Reykjavíkurmótið án forgjafar verður helgina eftir 17. til 18. Sjá frétt og skráningu síðar.
Nú var að ljúka þrímenningi á EM í keilu hér í Brussel. 72 þrímenningar tóku þátt. Íslensku strákunum gekk ekki nógu vel í dag.
Fyrri degi þrímenningskeppni EM í keilu var að ljúka. Íslensku þrímenningunum gekk upp og ofan:
Guðlaugur Valgeirsson spilaði 498 eða 166 í mtl
Næstkomandi sunnudag hefjast aftur vikulegu Pepsí mót ÍR. Keppt er sem fyrr kl. 20:00 og leiknir 4 leikir, skipt um brautarpar eftir 2 leiki. Verðið í ár ver&r kr. 3.000,- og er skráning og greiðsla í afgreiðslu Keiluhallarinnar. Sjá nánar auglýsingu.
Í dag hófst tvímenningskeppni á EM í keilu. Það voru Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson sem voru fyrstir á brautirnar í dag.
Í dag hófst tvímenningskeppni á EM í keilu. Það voru Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson sem voru fyrstir á brautirnar í dag. Bjarni Páll átti frábæran dag, var með 227 í meðaltal fyrir síðasta leikinn en í honum gekk allt á afturfótunum og endaði hann með 213,3 í meðaltal eftir daginn. Guðlaugur spilaði ágæta keilu og var með 197,2 í mtl.
Sama voru þeir með 205,25 í meðaltal sem skilar þeim í 27. sæti þegar tvímenningskeppnin er hálfnuð.
Í seinna holli dagsins léku Gústaf Smári Björnsson og Stefán Claessen saman. Þeir léku ágætlega, byrjuðu illa en náðu sér á strik þegar leið á. Gústaf var með 204 í meðaltal í dag en Stefán var með 191,3. Saman voru þeir með 197,7 og sitja þeir í 37. sæti.
Í fyrramálið kl. 9:00 (7:00) leikur síðasti tvímenningur okkar en það eru Skúli Freyr Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson.
Arnar Davíð Jónsson KFR 59
Skúli Freyr Sigurðsson KFR 92
Guðlaugur Valgeirsson KFR 149
Gústaf Smári Björnsson 163
Stefán Claessen ÍR 177
Bjarni Páll Jakobsson ÍR 188
Það er sjalgæft að leiknir séu 300 leikir (fullkominn leikur) í keilu. En sjaldgæfara er að leiknir séu tveir 300 leikir á sama tíma á sama brautarpari en það gerðist á EM í Brussel í dag.
Þeir Kert Truus frá Eislandi og Steven Gill frá Skotlandi léku saman á brautarpari í öðrum leik í dag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og spiluðu báðir 300 leik. Þriðji leikmaðurinn á því setti, Eistinn Raul Beekmann átti einnig möguleika á 300 leik þegar síðasti rammi leiksins hófst en klikkaði og endaði í 267.
Kert Trauus hélt áfram að spila vel og er sem stendur í 4 sæti einstaklingskeppninnar með 235.3 í meðaltal. Gill og Beekmann gekk ekki eins vel og eru talsvert neðar.