Reglugerð fyrir Unglinganefnd KLÍ

1. grein

KLÍ skal skipa þriggja manna unglinga­nefnd. Formaður nefndarinnar skal skipaður sér­stak­lega.

 

2. grein

Nefndin skal fylgjast með unglinga­starf­semi innan keilu­félaganna og vera þeim innan handar við upp­byggingu starfsins. Unglinganefnd skal vera félögum og þjálfurum til aðstoðar við öflun kennslugagna og leiðbeininga, sé þess óskað.

 

3. grein

Unglinganefnd skal auglýsa og sjá um framkvæmd unglingamóta á vegum KLÍ ásamt mótanefnd og skulu þær skipuleggja leikdaga í sameiningu (sjá Reglugerð um mótanefnd).

 

4. grein

Unglinga­nefnd skal halda fundargerðir og skrá þar ákvarðanir sínar.

 

 

Breytt á formannafundi 29. apríl 2010

Breytt á formannafundi 13. maí 2018