Reglugerð fyrir Mótanefnd KLÍ

1. grein

Móta­nefnd skal skipuð a.m.k. þremur mönnum til­nefndum af KLÍ og skal formaður nefndarinnar skipaður sér­stak­lega.

 

2. grein

Móta­nefnd skal í samræmi við gildandi reglur hafa yfir­um­sjón og eftirlit með framkvæmd Íslands­móta, sem og annarra móta og kapp­leikja, sem haldin eru af KLÍ.

 

3. grein

Formaður móta­nefndar boðar til funda í móta­nefnd. Þó skal ætíð halda fundi í móta­nefnd,

ef einhver nefndar­manna eða aðili í stjórn KLÍ óskar þess.

 

4. grein

Móta­nefnd getur tekið ákvarðanir ef meirihluti nefndar­manna eru þeim samþykkir.

 

5. grein

Við fundi móta­nefndar skal færð fundar­gerðar­bók og skal af­rit fundar­gerðar sent KLÍ.

 

6. grein

Verk­efni móta­nefndar eru:

a)     að gera tillögur að skipulagi móta á keppnis­tíma­bilinu.

b)    að auglýsa og sjá um framkvæmd Meistara­keppni KLÍ.

c)     að auglýsa og sjá um framkvæmd Bikar­keppni 3r­a manna liða.

d)    að auglýsa og sjá um framkvæmd Ís­lands­móts 3r­a manna liða.

e)     að auglýsa og sjá um framkvæmd Deildarbikars liða.

f)      að auglýsa og sjá um framkvæmd Ís­lands­móts para.

g)     að auglýsa og sjá um framkvæmd Ís­lands­móts einstaklinga.

h)    að auglýsa og sjá um framkvæmd Íslandsmóts í tvímenningi.

i)      að auglýsa og sjá um framkvæmd annara móta á vegum KLÍ.

j)      að taka ákvarðanir um frestun eða niður­fellingu leikja.

k)    að sjá um út­gáfu móta­skrár KLÍ. Skal hún koma út áður en Ís­lands­mót liða hefst.

l)      að bera ábyrgð á að staða og úrslit í mótum séu gerð opinber sem fyrst eftir að umferð/móti lýkur.

 

7. grein

Móta­nefnd auglýsir eftir og tekur við þátt­töku­til­kynningum fyrir Ís­lands­mót og Bikarkeppni. Keppnisdaga í Íslandsmótum skal auglýsa með minnst mánaðar fyrirvara í mótabók/vef KLÍ og/eða á töflum í keilusölunum. Jafnframt skal öllum keilufélögum/keiludeildum send samsvarandi tilkynning.

Ef þátttaka er ekki næg eða einhver önnur ástæða kemur í veg fyrir að mót verði haldið, getur mótanefnd í samráði við stjórn KLÍ fell mótið niður.

 

8. grein

Móta­nefnd skal vinna að skipulagi móta KLÍ. Móta­fyrir­komu­lag skal sent stjórn KLÍ til samþykktar, eigi síðar en 1. júní ár hvert. Skipulag þetta skal unnið í sam­starfi við lands­liðs­nefnd, unglinga­nefnd og keilufélögin.  Dagskrá vetrarins skal vera kynnt eigi síðar en 15. ágúst ár hvert.  Kynningin skal fara fram á vef sambandsins og send keilufélögunum.

 

9. grein

Móta­nefnd getur veitt mönnum undan­þágu frá greiðslu þátt­töku­gjalds í mótum sem haldin

eru af KLÍ sem þeir hafa skráð sig í en ekki mætt til. Skal leik­maður skila til mótanefndar, innan 48 klukku­stunda frá lokum viður­eignar eða móts, skrif­legri út­skýringu á ástæðu þess

að hann mætti ekki til keppni, og skal móta­nefnd meta hvort hún teljist full­nægjandi.

 

10. grein

Móta­nefnd skal skila skýrslu um starf­semi sína til KLÍ innan mánaðar frá lokum keppnis­tíma­bilsins.

 

 

Breytt á formannafundi KLÍ 29. apríl 2010

Breytt á formannafundi KLÍ 13.maí 2018