Reglugerð fyrir Landsliðsnefnd KLÍ

1. grein

KLÍ skal skipa a.m.k. þriggja manna lands­liðs­nefnd. Formaður nefndarinnar skal skipaður sérstak­lega.  Starfandi þjálfarar félaganna skulu ekki sitja í landsliðsnefnd.

 

2. grein

KLÍ ræður lands­liðs­þjálfara. Sé/u lands­liðs­þjálfarinn/arnir erlendur/ir skal lands­liðs­nefnd skipuleggja dvöl hans/þeirra á landinu hverju sinni.

 

3. grein

Landsliðsþjálfararnir skulu velja landslið og skulu þeir skipuleggja og sjá um æfingar lands­liða/afrekshópa KLÍ.  Ef ekki er starfandi landsliðsþjálfari sér landsliðsnefnd um val landsliðs og skipulag og umsjón æfinga landsliða/afrekshópa KLÍ.  Lands­liðs­búningar skulu vera í um­sjá lands­liðs­nefndarinnar og engum er heimilt að keppa í slíkum búningi án heimildar nefndarinnar. Skulu keppendur skila landsliðsbúningunum innan viku frá móti til þjálfara eða nefndar. Æfingabúningar afrekshópa KLÍ eru í umsjón landsliðsnefndar og eru aðeins ætlaðir til notkunar á sameiginlegum æfingum afrekshópa.

 

4. grein

Lands­liðs­nefnd skal leggja fram tillögur um utan­ferðir landsliðanna í samráði við landsliðsþjálfara, sem skulu leggjast fyrir stjórn KLÍ til samþykktar. Landsliðsnefnd skal skipuleggja ferðir lands­liðanna og leggja fram fjár­hags­á­ætlun fyrir hverja ferð. Skal fjár­hags­á­ætlunin hljóta samþykki stjórnar KLÍ. Gera skal skila­grein með uppgjöri eftir hverja ferð.

 

5. grein

Lands­liðs­nefnd skal vinna að fjár­öflun til fjár­mögnunar starf­semi lands­liðanna/afrekshópa. Skulu kraftar leik­mannanna í lands­liðunum/afrekshópum nýttir eftir fremsta megni í því sam­bandi. Skal slík fjár­öflun unnin undir yfir­stjórn gjald­kera KLÍ, þannig að ekki komi til árekstra.

 

6. grein

Landsliðsnefnd skal fara með málefni unglingalandsliða en í samráði við unglinganefnd.

 

7. grein

Leikmenn í störfum á vegum KLÍ skulu segja af sér tímabundið, þegar þeir taka sæti í landsliði, ef landsliðsnefnd óskar þess.

 

8. grein

Lands­liðs­nefnd skal halda fundargerðir og skrá þar ákvarðanir sínar.

 

Breytt á þingi KLÍ 18. maíl 2010

Samþykkt á formannafundi 17.5.17