Reglugerð fyrir Landsliðsnefnd KLÍ

1. grein

KLÍ skal skipa a.m.k. þriggja manna landsliðsnefnd. Formaður nefndarinnar skal skipaður sérstaklega. Starfandi þjálfarar félaganna skulu almennt ekki sitja í landsliðsnefnd en stjórn er þó heimilt að gera undanþágu frá því telji hún það nauðsynlegt s.s. til að tryggja þekkingu, reynslu og virkni nefndarinnar. 

2. grein

Landsliðsnefnd vinnur að mótum afreksstefnu KLÍ í samstarfi við íþróttastjóra og stjórn KLÍ. Landsliðsnefnd fylgir eftir markmiðum afreksstefnu, gerir stjórn KLÍ grein fyrir framgangi hennar og leggur til tillögur af breytingum ef hún telur þörf á.  

3. grein

Stjórn KLÍ ræður landsliðsþjálfara. Sé/u landsliðsþjálfarinn/arnir erlendur/ir skal Íþróttastjóri/framkvæmdarstjóri skipuleggja dvöl hans/þeirra á landinu hverju sinni. 

4. grein

Landsliðsþjálfararnir skulu velja afrekshópa og landslið og skulu þeir skipuleggja og sjá um æfingar landsliða/afrekshópa KLÍ.  

Ef leikmaður gefur kost á sér í afrekshóp er almennt gert ráð fyrir að hann sé að gefa kost á sér í öll þau verkefni sem framundan eru. Geti einstaklingar í afrekshópi ekki tekið þátt í landsliðsverkefnum skulu þeir upplýsa landsliðsþjálfara um ástæðu þess.  

Ef ekki er starfandi landsliðsþjálfari sér landsliðsnefnd um val landsliðs og skipulag og umsjón æfinga landsliða/afrekshópa KLÍ. 

5. grein

Landsliðsnefnd skal leggja fram tillögur um utanferðir landsliðanna í samráði við landsliðsþjálfara, sem skulu leggjast fyrir stjórn KLÍ til samþykktar. Tillögur nefndarinnar skulu vera í samræmi við afreksstefnu KLÍ.  

Íþróttastjóri skal skipuleggja ferðir landsliðanna og leggja fram fjárhagsáætlun fyrir hverja ferð. Skal fjárhagsáætlunin hljóta samþykki stjórnar KLÍ. Gera skal skilagrein með uppgjöri eftir hverja ferð. 

6. grein

Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari skulu fara með málefni unglingalandsliða. Nefndin skal fylgjast með unglingastarfsemi innan keilufélaganna og vera þeim innan handar við uppbyggingu starfsins. Telji landsliðsnefnd ástæðu til að benda félagi eða KLÍ á möguleika til úrbóta í unglingastarfi skal hún skila skýrslu til félags og KLÍ með tillögum að úrbótum. 

7. grein

Leikmenn í störfum á vegum KLÍ skulu segja af sér tímabundið, þegar þeir taka sæti í landsliði, ef landsliðsnefnd óskar þess. 

8. grein

Landsliðsnefnd skal halda fundargerðir og skrá þar ákvarðanir sínar. 

Breytt á stjórnarfundi 10.12.2025

Breytt á þingi KLÍ 18. maíl 2010

Samþykkt á formannafundi 17.5.17

Samþykkt á stjórnarfundi 16.8.2023