1. grein
Í upphafi hvers keppnistímabils skal fara fram leikur milli Íslandsmeistara liða og Bikarameistara liða, bæði í karla- og kvennaflokki. Leikurinn skal fara fram áður en Íslandsmót liða hefst. Sé sama lið bæði Íslands- og Bikarmeistari skal það leika gegn því liði sem varð í öðru sæti í Bikarkeppninni.
2. grein
Leiknir skulu þrír leikir og skal leikið upp á heildarskor. Verði jafnt að lokinni þriggja leikja seríu skal hver leikmaður sem lék síðasta leik kasta eitt upphafskast og ræður samtala úrslitum. Ef enn er jafnt bætist við eitt upphafskast þar til úrslit liggja fyrir.
3. grein
Frestun er ekki tekin til greina. Ef lið getur ekki mætt skal bjóða öðru liði að keppa:
- Íslandsmeistarar liða
- Bikarmeistarar liða
- Silfurhafar í Bikarkeppni liða
- Silfurhafar í Íslandsmóti deildarliða í 1. deild.
4. grein
Mótanefnd KLÍ sér um framkvæmd leiksins.
Hann skal haldinn á kostnað KLÍ, sem einnig útvegar verðlaun.
Breytt á þingi KLÍ 26. apríl 1997
Breytt á formannafundi KLÍ 16.apríl 2015