Reglugerð KLÍ um Meistarakeppni ungmenna

1. grein

Meistarakeppni ungmenna skal haldin í pilta- og stúlknaflokki.

2. grein

Keppt skal í fimm flokkum, þ.e.

 1. flokkur        18 – 19 – 20 ára
 2. flokkur        15 – 16 – 17 ára
 3. flokkur        12 – 13 – 14 ára
 4. flokkur          9 – 10 – 11 ára
 5. flokkur          8 ára og yngri

Allir keppendur í 5. flokki fá verðlaunapening í hvert skipti en safna ekki stigum eins og aðrir flokkar.

Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

3. grein

Leika skal einu sinni í mánuði, fimm umferðir yfir veturinn.

 1. flokkur leikur 6 leiki í hverri umferð
 2. flokkur leikur 6 leiki í hverri umferð
 3. flokkur leikur 6 leiki í hverri umferð
 4. flokkur leikur 3 leiki í hverri umferð
 5. flokkur leikur 3 leiki í hverri umferð

4. grein

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:

 1. sæti hlýtur  12 stig
 2. sæti hlýtur  10 stig
 3. sæti hlýtur    8 stig
 4. sæti hlýtur    7 stig
 5. sæti hlýtur    6 stig
 6. sæti hlýtur   5 stig
 7. sæti hlýtur   4 stig
 8. sæti hlýtur   3 stig
 9. sæti hlýtur   2 stig
 10. sæti og neðar hlýtur  1 stig

Viðurkenning verður veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið í hvert sinn. Ef fleiri en einn leikmaður er í sætum 1-3 þá taka þeir þá viðurkenningu sem eru fyrir það sæti þ.e. ef þeir eru jafnir í 1. sæti þá eru veitt tvennar viðurkenningar fyrir 1. sæti og síðan 3. sæti.

Ef tveir eða fleiri eru jafnháir að pinnafalli skulu þeir skipta stigum.

Leikmaður safnar stigum, taldar eru fjórar bestu umferðirnar og eftir að allar umferðirnar hafa verið leiknar hlýtur stigahæsti leikmaðurinn í 1. flokki pilta, sem leikið hefur a.m.k. þrjár umferðir, nafnbótina „Meistari ungmenna í 1. flokki pilta“ og sama gerist í öllum flokkum pilta og stúlkna. Ef tveir eða fleiri eru jafnháir að stigum er raðað eftir meðaltali leikmanns í mótinu. Ef enn er jafnt skulu allir þeir leikmenn sem jafnir eru fá verðlaun.

5. grein

Unglinganefnd KLÍ sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við mótanefnd.

Breytt á formannafundi 29. apríl 2009
Breytt á formannafundi 12.maí 2014
Breytt á formannafundi 16.apríl 2015
Breytt á formannafundi 28. apríl 2016