Reglugerð KLÍ um Íslandsmót Unglingaliða

1. grein

Íslandsmót unglingaliða skal haldið árlega og skal haldið á tímabilinu október til apríl. Unglingar sem eru í 5. til 10. bekk grunnskóla hafa þátttökurétt. Unglinganefnd er heimilt að veita undanþágu fyrir einn keppanda úr 4. bekk í hverri umferð.

2. grein

Rétt til þátttöku í Íslandsmóti unglingaliða hafa öll félög innan KLÍ og skulu þau skila inn tilkynningu um þátttöku í mótinu fyrir lið sín eigi síðar en 30. september.

Unglingalið skulu skipuð a.m.k. 3 unglingum og er heimilt að hafa blönduð lið pilta og stúlkna. Þrír leika hverju sinni. Um liðaskipti milli unglingaliða, innan félags eða milli félaga, gilda almennar liðaskiptareglur KLÍ. Þjálfari eða liðsstjóri skal fylgja unglingaliðum til keppni. Liði er ekki heimilt að hefja leik ef þjálfari eða liðsstjóri er ekki á staðnum.

3. grein

Leikið skal í einni deild. Lágmark 4 lið í deildinni. Leikið skal eftir eftirfarandi fyrirkomulagi:

  1. i)          4–6 lið        fimmföld umferð
  2. ii)         7–12 lið      skipt í tvo riðla og leikinn fjórföld umferð. Tvær umferðir innan riðils við öll liðin og tvær umferðir við öll liðin í hinum riðlinum.

Öll liðin keppa við hin liðin í hverri umferð, einn leik. Tvö stig fyrir unnin leik og eitt stig fyrir jafntefli. Séu lið jöfn að stigum skal heildarpinnafall ráða. Séu liðin jöfn að pinnum skal hlutkesti ráða. Þjálfarar liðanna skulu, undir stjórn mótsstjóra, varpa hlutkestinu.

4. grein

Úrslitakeppni án riðla

Fjögur efstu liðin eftir síðustu umferðina fara í úrslitakeppnina.

Úrslitakeppnin skal öll fara fram á sama stað.

            Lið númer 1 keppir við lið númer 4.
            Lið númer 2 keppir við lið númer 3.

Þau lið sem fyrr vinna 2 leiki leika til úrslita.

Þau lið sem töpuðu leika ekki um þriðja sætið, heldur hljóta bæði liðin 3. sæti.

Úrslitakeppni riðlaskipt:

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli eftir síðustu umferðina fara í úrslitakeppni. Úrslitakeppnin skal öll fara fram á sama stað.

Lið 1 úr riðli A leikur við lið 2 úr riðli B.

Lið 1 úr riðli B leikur við lið 2 úr riðli A.

Þau lið sem fyrr vinna 2 leiki, leika til úrslita. Þau lið sem töpuðu sínum viðureignum leika ekki um þriðja sætið heldur hljóta bæði 3. sæti.

Úrslit:

Það lið, sem fyrr vinnur tvo leiki, sigrar og hlýtur nafnbótina „Íslandsmeistari unglingaliða.“

5. grein

Frestun viðureignar

Engar frestanir einstakra leikja eru veittar í Íslandsmóti unglingaliða.

Unglinganefnd er þó heimilt að fresta umferð vegna veigamikilla ástæðna.

Veigamiklar ástæður eru:

  1. Samgönguerfiðleikar vegna veðurs.
  2. Leikmenn liða eru fjarrverandi í keppni á vegum KLÍ.

Unglinganefnd tilkynnir félögum viðkomandi liða, sem og öðrum sem málið kann að varða, um frestun og nýjan leiktíma eins fljótt og auðið er.

6. grein

Fjarveruskor

Ekkert fjarveruskor er í Íslandsmóti unglingaliða, þó með þeirri undantekningu að ef leikmaður hefur leik og þarf frá að hverfa vegna meiðsla þá fær leikmaður 10% af fjarveruskori, fyrir hvern ramma.  Fjarveruskor er 110 stig fyrir hvern leik.

Breytt á formannafundi 28. apríl 2011
Breytt á formannafundi 16. apríl 2015
Breytt á farmannafundi 28. Apríl 2016
Breytt á formannafundi 17.5.17