Reglugerð KLÍ um Íslandsmót unglinga

1. grein

Íslandsmót unglinga í pilta- og stúlknaflokki skal haldið árlega.

2. grein

Keppt skal í fimm flokkum, þ.e.:
1. flokkur 17 – 18 ára 
2. flokkur 15 – 16 ára
3. flokkur 13 – 14 ára
4. flokkur 11 – 12 ára
5. flokkur 10 ára og yngri

Miða skal við afmælisár, nema í efsta flokknum, þar geta þeir sem ekki eru orðnir 19 ára þann 31. ágúst tekið þátt.

3. grein

1. og 2. flokkur pilta og stúlkna:
Þátttakendur leika 12 leiki í forkeppni og skal spila 6 leiki í senn.
Eftir það spila þrír efstu í 1. og 2. flokki 3-2-1-1 úrslit og skal úrslitaleikurinn vera tvöfaldur. Heildarskor úr báðum leikjunum ræður úrslitum. Ef heildar skor er jafnt skal hvor aðili kasata einu kasti og sigrar sá sem fellir fleiri keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Sigurvegarinn hlýtur titilinn „Íslandsmeistari unglinga“ í viðkomandi flokk.

3., 4. og 5. flokkur pilta og stúlkna:
Þátttakendur leika 8 leiki í forkeppni og skal spila 4 leiki í senn. Eftir það spila þrír efstu í 3. flokki 3-2-1-1 úrslit og skal úrslitaleikurinn vera tvöfaldur. Heildarskor úr báðum leikjunum ræður úrslitum. Ef heildar skor er jafnt skal hvor aðili kasata einu kasti og sigrar sá sem fellir fleiri keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Sigurvegarinn hlýtur titilinn „Íslandsmeistari unglinga í 3. flokki“. Í 4. flokk hlýtur sá/sú sem er efstur/efst eftir forkeppni titilinn „Íslandsmeistari unglinga í 4. flokk“.Ef jafnt er Ef jafnt er eftir forkeppni skulu allir þeir sem jafnir eru hljóta verðlaun fyrir það sæti. Í 5. Flokk hljóta allir keppendur gull.

Flokkarnir skulu spila saman í forkeppninni, þ.e.a.s. keppendur úr t.d. 2. flokk drengja keppa forkeppnina á sama stað á sama tíma eins mikið og mögulegt er.

3., 4. og 5. flokk er heimilt að leika á einni braut.
Ef ekki nást 4 keppendur eða fleiri, skal fella niður úrslitakeppni og hlýtur sá sem efstur/efst er eftir forkeppni titilinn „Íslandsmeistari unglinga í viðkomandi flokk“.

4. grein

Samhliða aldursflokkaskiptingunni skal keppt í opnum flokki. Til úrslita í opnum flokki keppa þrír meðaltalshæstu piltarnir og þrjár meðaltalshæstu stúlkurnar að lokinni forkeppninni (18 leikir og 12 leikir). Keppt er til úrslita sbr. 3. gr. og hlýtur sigurvegarinn í hvorum flokki titilinn „Íslandsmeistari unglinga í opnum flokki“.

5. grein

Unglinganefnd KLÍ sér um framkvæmd mótsins, í samvinnu við mótanefnd (sjá Reglugerð fyrir mótanefnd).

6. grein

Ef skera þarf úr um jafntefli í sætaröðun þá skal síðasti leikur látinn gilda þ.e. sá/sú sem er með hærri leik hlýtur efra sætið. Ef hann er jafn hár þá er farið í næsta leik þar á undan og síðan koll af kolli.

7. grein

Hvert félag á umsjón í sínum sal og skal útvega skrifara á hvert brautarpar. Einungis þjálfarar félaganna mega vera ofan í gryfju og skulu auðkenndir sem slíkir og merktir félaginu.

Breytt á formannafundi 11. apríl 2012
Breytt á formannafundi 26. september 2013
Samþykkt á 21. Þingi KLÍ 27.maí 2014
Breytt á formannafundi 16. apríl 2015