Reglugerð KLÍ um Íslandsmót félaga

1. grein

Íslandsmót Félaga skal halda árlega, og leiknar skulu a.m.k. 3 umferðir þar sem leikið er allir við alla þannig að öll lið hafa að minnsta kosti leikið við öll önnur lið keppninnar.  Hver umferð skal leikinn í sama húsi og með sama olíuburð. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni, eitt kvenna og eitt karla.  Sendi félag eitt lið til keppni má það vera blandað konum og körlum. Hvert lið skal skipað amk. 6 leikmönnum og að hámarki 8 leikmönnum (tveir varamenn) í hverri viðureign.

Keppt er í opnum flokki þar sem öll lið sem skráð eru til keppni leika.

 

2. grein

Rétt til þátttöku í félagakeppninni hafa öll félög innan KLÍ og skulu þau skrá lið sín innan tilskilins þátttökufrests.

 

 

3. grein

Leikin er 3 leikja sería í umferð, þrír tvímenningar eins félags á móti öðrum þrem tvímenningum annars félags. Hver tvímenningur keppir við alla tvímenninga hins félags, skipt um brautarpar eftir hvern leik. Skipta má inn á varamanni eftir hvern leik.

 

Stigagjöf:

Grein um stigagjöf vísað til Stjórnar KLÍ til útfærslu og kynningar

Tvö stig fást fyrir unnin leik og 2 stig fyrir heldarpinna eftir tvo leiki, samtals 6 stig í viðureign. Sé skor jafnt fær hvort lið eitt stig.
Ef jafnt er að stigum að lokum öllum umferðunum sker heildarskor úr keppninni úr um sæti, þ.e. það félag sem er með hærra skor hlýtur efra sætið.

 

4. grein

Ekki er hægt að fresta viðureign og ekki er hægt að fá fjarveruskor. Lið getur aðeins hafið leik með 5 leikmenn. Ef leikmaður meiðist og þarf að yfirgefa leik fær liðið 0 í þann ramma sem meiddi leikmaðurinn á leik í.

 

5. grein

Að öðru leyti gilda almennar keppnisreglur KLÍ.  (Nema konur fá ekki forgjöf í þessu móti.)

 

6. grein

Mótanefnd KLÍ annast undirbúning og framkvæmd keppninnar.

 

Breytt á þingi KLÍ 18. maí 2010 og útfært af stjórn og samþykkt af formönnum í september 2010

Breytt á þingi KLÍ 05. maí 2015

Breytt af stjórn KLÍ 10. Október 2015

Breytt á 23. Þingi KLÍ þann 21.05.2016

Breytt á 25. Þingi KLÍ þann 27.05.2018