Reglugerð um val á keilurum ársins

1. grein

Stjórn KLÍ velur í árslok keilara ársins, karl og konu. Aðeins aðalmenn stjórnar hafa atkvæðisrétt, ef óskað er eftir því að kostning verði nafnlaus.  Sé aðalmaður í einu af topp 5 sætum á stigalista, sem notaður er til hliðsjónar við valið, skal hann víkja og varamaður taka sæti hans.

2. grein

Megináhersla skal lögð á besta árangur yfir liðið almanaksár.

3. grein

Megináhersla skal lögð á besta árangur yfir liðið almanaksár. Keilarar ársins skulu hafa gefið jákvæða mynd af keiluíþróttinni með árangri sínum í keppnum og með hegðun sinni og framkomu. Þau skulu vera annarri íþróttaæsku til fyrirmyndar.

4. grein

Eiga rétt á að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis.

Samþykkt á þingi KLÍ 19. apríl 2002

Breytt á formannafundi þann 12. maí 2014

Breytt á  formannafundi þann 28.04.2016

Breytt á formannafundi þann 28.12.2016