Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Laugardagur, 3. Febrúar 2018 kl. 17:44 | JÁJ
Forkeppni á WOW-RIG lokið - 3 fullkomnir leiki

Jesper Agerbo frá DanmörkuForkeppni á WOW - Reykjavik Inetrnational Games 2018 lauk um hádegisbilið í dag. Efstu 24 keilararnir halda áfram á morgun í útsláttarkeppni þar sem leikið er maður á mann. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í þeirri keppni þar til einn stendur eftir sem sigurvegari WOW-RIG 2018. Undanúrslit og úrslit verða í beinni útsendingu á aðalrás RÚV frá kl. 15:30 til 17:00.

Í forkeppninni í ár náðu þrír keilarar fullkomnum leik eða 300 pinnar í einum leik. Það voru þeir Gústaf Smári Björnsson úr KFR, Svíinn Robert Anderson Team Pergamon og Andrés Páll Júlíusson úr ÍR. Lægsta meðaltal inn í úrslitadaginn er 224,0 eða um 1.344 pinnar í 6 leikja seríu. Efstur eftir forkeppnina er Daninn Jesper Agerbo með 1.553 pinna eða 258,3 í meðaltal. Jesper varð Heimsmeistari einstaklinga 2016 sem og Evrópumeistari það árið. Sannarlega öflugur keilari hér á ferð.


 Í öðru sæti forkeppninnar varð Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR með 1.525 pinna eða 254,2 í meðaltal og í þriðja sæti varð sigurvegari WOW-RIG 2017 Arnar Sæbergsson úr ÍR með 1.481 pinna eða 246,8 í meðaltal. Sjá má öll úrslit leikja á vef ÍR Keiludeild.