Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Sunnudagur, 19. Nóvember 2017 kl. 23:18 | JÁJ
Daníel Ingi með 300 leik

Daníel Ingi Gottskálksson úr ÍR náði fullkomnum leik eða 300 pinnum í Pepsí keilunni í kvöld og jafnar þar með Íslandsmet í einum leik. Er þetta fyrsti 300 leikurinn hjá Daníel en hann náði leiknum strax í fyrsta leik kvöldsins. Daníel er 24. Íslendingurinn til að ná fullkomnum leik í keilu. Daníel kemur upp úr unglingastarfi ÍR og er það mikið ánægjuefni að sjá einstakling sem kemur upp úr unglingastarfi félags ná þessum áfanga. Mjög öflugt ungmennastarf er rekið hjá keilufélögunum og margir efnilegir keilarar að koma úr öllum félögum innan Keilusambandsins. Framtíðin er því bara ágætlega björt. Við óskum kappanum til hamingju með áfangann.

Daníel er lengst til hægri á myndinni sem fylgir fréttinni.