Sýningarmót vegna Smáþjóðaleika

Facebook
Twitter
Sýningarmót vegna Smáþjóðaleikaranna fer fram í San Marino i mars.
 
 

Mótið fer fram dagana 15. – 19. mars og tilgangur þess að kynna keilu með  það að markmiði að íþróttin verði framvegis hluti af Smáþjóðarleikunum. Ísland mun senda tvo karla og tvær konur á mótið.

Afrekshópar karla og kvenna hafa verið að keppa um eitt sæti kvenna og eitt sæti karla í vetur en þjálfarar völdu síðan einn karl og eina konu til viðbótar.
Eftir hörku spennandi keppni þá unnu Björn G Sigurðsson KFR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR keppnina og þar með þátttökurétt á mótinu. Arnar Davíð Jónsson KFR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR voru síðan valin af þjálfurum.
 
Þjálfarar og fararstjóri: Hafþór Harðarson, Guðjón Júlíusson og Ásgrímur H Einarsson
 

Nýjustu fréttirnar