Reglugerð um Íslandsmót breytt.

Facebook
Twitter

Á formannafundi í kvöld var reglugerð um Íslandsmót einstaklinga  og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga með forgjöf breytt.

Var fyrirkomulagi úrslita hvors móts breytt og hljóðar breytingin þannig:

„Úrslit
 
Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti (fyrst
annað kynið og síðan hitt) Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur laægsta skorið.
Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn
Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að
ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því
að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal
endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.“
 
 
Breytingarnar á þessum reglugerðum taka þegar gildi og verða úrslit þessara móta 2017 spiluð samkvæmt þessu fyrirkomulagi.

Nýjustu fréttirnar