Reglugerð KLÍ um skráningu skors

1. grein

Í upp­hafi hvers keppnis­tíma­bils skal KLÍ skipa meðal­skor­ritara, einn eða fleiri, sem starfi frá 1. júní til 31. maí.

2. grein

Allsherjar­meðal­tal skal halda yfir öll mót sem haldin eru innan vébanda KLÍ. Allsherjarmeðaltal er meðaltal síðustu 100 leikja. Að auki skal reikna út mánaðarmeðaltal, meðaltal leikárs (1. júní til 31. maí) og meðaltal almanaksárs.

3. grein

A-mót þarf að auglýsa með a.m.k. mánaðar fyrirvara og reglurnar um mótið skulu liggja fyrir er umsókn er send inn (sjá nánar í Reglugerð KLÍ um keilumót).

Eigi B-mót að koma inn í allsherjar­meðal­tal skal um­sókn þar um ásamt reglum mótsins send KLÍ minnst 14 dögum fyrir fyrsta leik­dag.

Á um­sókninni skulu vera upp­lýsingar um leik­fyrir­komu­lag, leiks­tað, leik­tíma og móts­stjóra.

KLÍ skal m.a. hafa sam­ráð við móta­nefnd og tækni­nefnd áður en hún samþykkir mótið.

Allir leikir í mótinu, jafnt úr­slita­leikir sem aðrir leikir, verða reiknaðir inni í meðal­skorið.

4. grein

Einungis met sett í mótum sem koma inn í allsherjar­meðal­tal og met sett í mótum erlendis

sem upp­fylla kröfur FIQ/WTBA og KLÍ, skulu viðurkennd sem Ís­lands­met.

Í mótum innan­lands skal liggja fyrir skýrsla dómara/móts­stjóra sem stað­festing á meti og jafnframt skal leitað álits tækni­nefndar.

Þeir sem vilja fá met sett erlendis viðurkennd þurfa að leggja fram skrif­lega stað­festingu

móts­haldara.

5. grein

Móts­stjórar skulu koma leik­skýrslum og skor­blöðum til skrifstofu KLÍ innan viku frá lokum leiks. Á leik­skýrslunum skulu vera for­nöfn, eftir­nöfn og kenni­tölur allra leik­manna, brautarnúmer, skor­tölur, heiti móts og dag­setning. Vanda skal alla skrift á blöðin.

Úr A- og B-mótum skal skila niðurstöðum á tölvutæku formi samkvæmt skilgreiningu KLÍ.

Ekki skal skila inn leikjum sem innihalda fjarveruskor eða merkja þá sérstaklega.

Meðalskorritara er óheimilt að skrá skor leikmanns sem ekki hefur leikheimild.

6. grein

Meðalskorritarar skulu birta allsherjar­meðal­tal á mánaðar fresti, og innan tveggja vikna

frá lokum tíma­bilsins sem meðal­talið sem birta á nær til.

Meðal­tals­listi skal vera til staðar í hverjum keilu­sal og eitt ein­tak skal af­hent KLÍ.

Breytt af stjórn KLÍ 11. apríl og staðfest á formannafundi 25. apríl 2007