Landslið Íslands fyrir Evrópumót ungmenna U18, EYC2026 valið

Facebook
Twitter

Landsliðsnefnd KLÍ hefur fengið þau Mattias Möller frá Svíþjóð og Katrínu Fjólu Bragadóttur úr KFR til að taka að sér Evrópumót ungmenna U18 sem fram fer í Berlín um komandi páska, EYC2026. Hafa þau valið liðin sem taka þátt en samkvæmt venju eru það 4 piltar og 4 stúlkur sem hvert land getur sent á mótið.

Fyrir hönd Íslands keppa eftirfarandi aðilar:

Stúlkur

  • Alexandra Erla Guðjónsdóttir
  • Bára Líf Gunnarsdóttir
  • Julia Sigrún Filippa Lindén
  • Særós Erla Jóhönnudóttir

Piltar:

  • Ásgeir Karl Gústafsson
  • Svavar Steinn Guðjónsson
  • Tristan Máni Nínuson
  • Þorgils Lárus Davíðsson

Þjálfarar:

  • Mattias Möller
  • Katrín Fjóla Bragadóttir

Framundan hjá Landsliðsnefnd er síðan að ganga frá skipulagi landsliðsmála og velja landsliðsþjálfara allra landsliða KLÍ. Er von á niðurstöðum í því máli á næstu vikum og verða þau mál kynnt sérstaklega hér á vef Keilusambandsins.

Nýjustu fréttirnar