Arnar Davíð og Linda Hrönn eru keilarar ársins 2025

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson

Arnar Davíð hefur átt mjög gott ár á alþjóða vettvangi. Hann varð í 7. sæti á Evróputúr Keilara. Hann sigraði á úrtökumóti PBA Sweden Scorpion Open sem tryggði honum þátttökurétt á World Series of Bowling 2026. Arnar hefur verið virkur þátttakandi á PBA s.l. tvö ár og hefur sýnt að hann á heima meðal þeirra bestu í greininni. Nafn hans í Keilu heiminum er orðið það þekkt að undir lok árs var honum boðið á stórt mót í Kóreu.

Linda Hrönn Magnúsdóttir

Linda Hrönn átti einstaklega gott keilu ár 2025. Hún varð í 3. Á Íslandsmóti eintaklinga og í öðru sæti yfir konur sem þátt tóku Reykjavíkurleikunum, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hún varð Íslands og Bikarmeistari með liði sínu ÍR-TT. Hún varð í öðru sæti á Íslandsmóti para og undir lok árs þá var hún í liði íslands sem tók brons  á HM 65+ sem haldið var í Reno, USA.

Nýjustu fréttirnar