Nú fyrir stundu lauk blaðamannafundi hjá ÍSÍ varðandi fyrstu úthlutun starfslauna til afreksíþróttafólks, en alls hljóta 38 íþróttamenn og konur laun frá ríkinu. Laununum er skipt niður í tímabil, 12 – 36 mánuði, og fær það íþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleika úthlutun í lengstan tíma.
Okkar maður Arnar Davíð Jónsson fékk laun til 12 mánaða með möguleika á framlengingu ef vel gengur.
KLÍ óskar Arnari Davíð innilega til hamingju með að vera kominn í þennan hóp fremsta afeksíþróttafólks Íslands.



