Kvennalandslið Íslands á HM

Facebook
Twitter

Þann 24. nóvember hefst HM landsliða en að þessu sinni er keppt í Hong Kong. Íslenska kvennalandsliðinu var boðin þátttaka og heldur liðið út á næstu dögum. Keppt verður í einstaklingskeppni, tvímennings, þrímennings og í 5 manna liðum. Auk þess verður að vanda Masters keppni meðaltalshæstu keppenda á mótinu.

Fyrir Íslands hönd keppa þær:

  • Ágústa Kristín Jónsdóttir
  • Hafdís Pála Jónasdóttir
  • Katrín Fjóla Bragadóttir
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir
  • Olivía Steinunn Clara Lindén

Þjálfari liðsins verður Skúli Freyr Sigurðsson

Á vefsíðu mótsins má nálgast allar upplýsingar um keppnisdaga, úrslit mótsins, streymi og aðrar áhugaverðar upplýsingar eins og olíuburðinn sem varð fyrir valinu.

Nýjustu fréttirnar