Íslandsmeistaramóti í tvímenningi lauk í dag með sigri Hafþórs Harðarsonar (ÍR) og Gunnars Þórs Ásgeirssonar (ÍR). Þeir voru efstir eftir undankeppni gærdagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) voru í öðru sæti eftir undanúrslitin og mættu því Hafþóri og Gunnari í úrslitum. Úrslitin voru æsispennandi og réðust ekki fyrr en í lokaramma í fjórða leik. Í þriðja sæti urðu feðgarnir Sigurður Þorsteinn Guðmundsson (KFA) og Mattías Leó Sigurðsson (KFA).

Staðan eftir undanúrslit

Staðan eftir forkeppni





