Keilusamband Íslands óskar Valgeiri Guðbjartssyni innilega til hamingju með endurkjör sitt sem forseti Evrópska keilusambandsins (European Bowling Federation – EBF). Kosningin fór fram á ársþingi EBF sem haldið var í Vínarborg þann 26. október og sóttu formaður KLÍ og framkvæmdastjóri þingið fyrir Íslands hönd.
Valgeir hefur gengt embætti forseta EBF frá 2023. Hann hefur um árabil unnið ötullega bæði innanlands og erlendis að eflingu og þróun keiluíþróttarinnar og er því afar vel að því komin að leiða þau mikilvægu verkefni sem framundan eru á vegum EBF.



