Brons á Heimsmeistaramóti öldunga

Facebook
Twitter

Heimsmeistaramóti öldunga í Reno Nevada lauk í gær. Þar náðist sá sögulegi árangur að íslenska kvennalandsliðið vann til bronsverðlauna í flokki 65 ára og eldri. Voru það þær Bára Ágústsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Jóna Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir sem skipuðu landslið Íslands í þessum flokki. Keilusamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Í einstaklingskeppni varð Linda Hrönn í 7. sæti og Bára í því 13. og spiluðu þær því báðar í Masters keppni mótsins en 24 efstu keppendur taka þátt í þeirri keppni. 

Alls sendi KLÍ 16 keppendur til leiks á mótinu og yfirlit yfir árangur þeirra í öllum flokkum mótsins má finna á heimasíðu mótsins

Enn og aftur sannar keilan það að hún er svo sannarlega íþrótt fyrir allan aldur og er Keilusambandið stolt af því að eiga svo öfluga fulltrúa í öldungaflokki. 

Nýjustu fréttirnar