Evrópukeppni landsmeistara 2025

Facebook
Twitter

Á morgun mánudaginn 20. október hefst Evrópukeppni landsmeistara 2025 en að þessu sinni verður keppt í Vín, Austurríki. Það verða þau Olivia Lindén og Mikael Aron Vilhelmsson sem keppa þar fyrir Íslands hönd en þau urðu Íslandsmeistarar einstaklinga í ár. Alls keppa 38 karla og jafn margar konur á mótinu í ár.

Formlegar æfingar hefjast á þriðjudags morgun og keppnin fer svo á fullt strax á miðvikudaginn. Verður keppt alla fram á laugardag þegar úrslit mótsins fara fram.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Þjálfari í ferðinni er Skúli Freyr Sigurðsson

Nýjustu fréttirnar