Takk þjálfarar – alþjóðlegur dagur þjálfara

Facebook
Twitter

Í dag, 25. september, er alþjóðlegur dagur þjálfara haldinn hátíðlegur. Af því tilefni vill Keilusamband Íslands færa öllum þjálfurum landsins innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag sitt til samfélagsins.

Þjálfarar eru lykilaðilar í þróun og uppbyggingu keiluíþróttarinnar líkt og annarra íþrótta og er keilusamfélagið svo lánsamt að búa yfir frábærum þjálfurum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu íþróttarinnar. Þeir miðla þekkingu, hvetja iðkendur af öllum getustigum áfram og skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi þar sem allir geta vaxið og dafnað. Með eljusemi, þolinmæði og fagmennsku leggja þeir grunn að því að keilarar á Íslandi geti náð frábærum árangri á sínum forsendum.

Keilusamband Íslands hvetur einnig keilufélögin, foreldra og iðkendur til að nýta tækifærið og þakka þjálfurum sínum fyrir þeirra ómetanlega framlag til íþróttarinnar. 

#takkþjálfari #THANKSCOACH

Nýjustu fréttirnar