Í dag, mánudag 3.apríl, hófst Evrópumót unglinga með tvímenning stráka. 
Ásgeir Karl Gústafsson og Mikael Aron Vilhelmsson KFR byrjuðu kl 7 í morgun að íslenskum tíma. 
Spiluðu þeir 6 leiki og voru í góðum gír í gegnum alla 6 leikina. Þeir voru í 5. sæti í sínum riðli en eftir seinni riðilin voru þeir komnir niður í 11.  sæti samanlagt úr báðum riðlum. Flottur árangur hjá þeim félögum.
Skor var eftirfarandi:
| 
 Tvímenningur  | 
 Leikur 1  | 
 Leikur 2  | 
 Leikur 3  | 
 Leikur 4  | 
 Leikur 5  | 
 Leikur 6  | 
 Samtals  | 
 Meðaltal  | 
||
| 
 Ásgeir  | 
 193  | 
 234  | 
 288  | 
 178  | 
 217  | 
 174  | 
 1284  | 
 214,00  | 
||
| 
 Mikki  | 
 192  | 
 179  | 
 247  | 
 237  | 
 157  | 
 207  | 
 1219  | 
 203,17  | 
||
| 
 385  | 
 413  | 
 535  | 
 415  | 
 374  | 
 381  | 
 2503  | 
 208,58  | 
 11. sæti  | 
||
Svo kl 11:15 að íslenskum tíma stigu Matthías Leó Sigurðsson KFA og Tristan Máni Nínuson ÍR á brautirnar og spiluðu einnig 6 leiki. 
Þeir náðu sér ekki alveg á strik í dag og lentu í 36. sæti eftir báða riðla
Skorið úr leikjunum hjá Matthíasi og Tristan:
| 
 Tvímenningur  | 
 Leikur 1  | 
 Leikur 2  | 
 Leikur 3  | 
 Leikur 4  | 
 Leikur 5  | 
 Leikur 6  | 
 Samtals  | 
 Meðaltal  | 
||
| 
 Matthías  | 
 177  | 
 172  | 
 170  | 
 174  | 
 162  | 
 190  | 
 1045  | 
 174,17  | 
||
| 
 Tristan  | 
 158  | 
 156  | 
 172  | 
 151  | 
 224  | 
 224  | 
 1085  | 
 180,83  | 
||
| 
 335  | 
 328  | 
 342  | 
 325  | 
 386  | 
 414  | 
 2130  | 
 177,50  | 
 36. sæti  | 
||
Efstu 4 tvímenningarnir komast áfram í undanúrslit og því ljóst að hvorugt lið komst þangað. Masterskeppnin lítur vel út fyrir Ásgeir og Mikael en liðakeppnin er næst hjá strákunum okkar.
Næst á dagskrá á Evrópumótinu er tvímenningur hjá stelpunum. 
Spilað verður á morgun, þriðjudag, í tveimur riðlum og eru tvímenningarnir skipaðir svona:
Kl. 09:00 / 07:00 á íslenskum tíma
Alexandra og Viktoría Hrund
Kl. 13:15 / 11:15 á íslenskum tíma
Olivia Clara og Hafdís Eva
Streymi frá mótinu er hér:
Stöður og skor úr mótinu er að finna hér:
				


