Íslandsmót í tvímenningi 2013

Facebook
Twitter

Íslandsmót í tvímenningi 2013 verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. október n.k. Skráning mun fara fram á netinu á netfangið [email protected] og lýkur miðvikudaginn 2. október klukkan 22.00. Sjá nánar í auglýsingu.

Íslandsmót í tvímenningi 2013

Verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. október n.k.

 
Forkeppni laugardaginn 5. október kl. 8:00 í Egilshöll
Spilaðir eru 4 leikir. Efstu 10 tvímenningarnir halda áfram í milliriðil. Verð í forkeppni kr. 6,500,- pr. tvímenning.
 
Milliriðill laugardaginn 5. október kl. 10:00 í Egilshöll
Spilaðir eru 4 leikir. Efstu 6 tvímenningarnir halda áfram í undanúrslit. Verð í milliriðil kr. 6,000,- pr. tvímenning.
 
Undanúrslit sunnudaginn 6. október kl. 8:00 í Egilshöll
Spilað er allir við alla einföld umferð. Efstu 2 tvímenningarnir leika til úrslita strax að loknum undanúrslitum. Verð í undanúrslit kr. 6,500,- pr. tvímenning.
 
Úrslit sunnudaginn 6. október – strax að loknum undanúrslitum:
Tveir stigahæstu tvímenningarnir leika síðan til úrslita, sá tvímenningur sem er efstur að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir teljast sem hálft stig á hvorn tvímenning. Ef enn er jafnt eftir 5 leiki skal pinnafall ráða. Sjá nánar í reglugerð KLÍ um Íslandsmót í tvímenningi. Skráning mun fara fram á netinu á netfangið [email protected] og lýkur miðvikudaginn 2. október klukkan 22.00. Senda þarf nöfn beggja keppenda tvímenningsins til mótanefndar á [email protected] . Notast verður við þennan skráningarmáta í mót þar til ný lausn finnst á netskráningu.
 
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.
 
Mótanefnd KLÍ
 
HafÞór Harðarson og Einar Már Björnsson úr ÍR eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2012.

Nýjustu fréttirnar