Arnar Davíð hlýtur starfslaun afreksíþróttafólks

Nú fyrir stundu lauk blaðamannafundi hjá ÍSÍ varðandi fyrstu úthlutun starfslauna til afreksíþróttafólks, en alls hljóta 38 íþróttamenn og konur laun frá ríkinu.  Laununum er skipt niður í tímabil, 12 – 36 mánuði, og fær það íþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleika úthlutun í lengstan tíma.  
 
Okkar maður Arnar Davíð Jónsson fékk laun til 12 mánaða með möguleika á framlengingu ef vel gengur.  
 
KLÍ óskar Arnari Davíð innilega til hamingju með að vera kominn í þennan hóp fremsta afeksíþróttafólks Íslands.

Skráning á Reykjavíkurleikana í keilu 2026 er hafin

Búið er að opna á skráningu í keilumótið á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum 2026 – Reykjavik International Games. Eins og síðustu ár þá verður mótið hluti af Evróputúrnum og í flokki Satelite móta. Mótið hefst með Early bird riðlum helgina 17. og 18. janúar. Úrslit mótsins fara síðan fram sunnudaginn 25. janúar.

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef þess www.rigbowling.is

Einnig eru upplýsingar á Fésbókarsíðu mótsins sem og Instagram reikningi þess.

Kvennalandslið Íslands á HM

Þann 24. nóvember hefst HM landsliða en að þessu sinni er keppt í Hong Kong. Íslenska kvennalandsliðinu var boðin þátttaka og heldur liðið út á næstu dögum. Keppt verður í einstaklingskeppni, tvímennings, þrímennings og í 5 manna liðum. Auk þess verður að vanda Masters keppni meðaltalshæstu keppenda á mótinu.

Fyrir Íslands hönd keppa þær:

  • Ágústa Kristín Jónsdóttir
  • Hafdís Pála Jónasdóttir
  • Katrín Fjóla Bragadóttir
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir
  • Olivía Steinunn Clara Lindén

Þjálfari liðsins verður Skúli Freyr Sigurðsson

Á vefsíðu mótsins má nálgast allar upplýsingar um keppnisdaga, úrslit mótsins, streymi og aðrar áhugaverðar upplýsingar eins og olíuburðinn sem varð fyrir valinu.

Dregið var í Bikarkeppni liða – 32 liða

Fyrir deildarleikina í gærkvöldi var dregið í Bikarkeppni liða, (32 liða úrslit) en leika þarf 5 viðureignir til að koma tölunni í 16 lið.  21 lið hafði skráð sig til keppni í bikar karla.

Leikirnir verða leiknir þann 07.12.2025 kl. 09:00 eftirtaldar viðureignir komu úr hattinum:

ÍR-Fagmaður  –  KFR-Lærlingar

ÍR-Öðlingar  –  ÍR-Krókar

ÍR-Naddóður  –  ÍA-W

ÍR-A  –  KFR-Grænu töffararnir

ÍR-Broskarlar  –  ÍA-B

Fyrsta evrópumót Grand seniora, liðið hefur verið valið.

Landsliðsnefnd, þar sem ekki hefur verið skipaður yfirþjálfari, hefur valið liðin sem keppa fyrir hönd íslands á fyrsta Evrópumóti Grand Seniora (65+), en mótið fer fram í Vín, Austurríki dagana 30. janúar til 8. febrúar 2026.

Liðin eru þannig skipuð:

Karlar:

Björgvin Magnússon

Birgir Guðlaugsson

Sveinn Þrastarson

Þórarinn Már Þorbjörnsson

 

Konur:

Bára Ágústsdóttir

Guðný Gunnarsdóttir

Herdís Gunnarsdóttir

Linda Hrönn Magnúsdóttir

 

Landsliðsnefnd hefur beðið Hörður Ingi Jóhannsson að hafa umsjón og þjálfa liðin.

Hafþór og Gunnar Þór Íslandsmeistarar í tvímenningi

Íslandsmeistaramóti í tvímenningi lauk í dag með sigri Hafþórs Harðarsonar (ÍR) og Gunnars Þórs Ásgeirssonar (ÍR). Þeir voru efstir eftir undankeppni gærdagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) voru í öðru sæti eftir undanúrslitin og mættu því Hafþóri og Gunnari í úrslitum. Úrslitin voru æsispennandi og réðust ekki fyrr en í lokaramma í fjórða leik. Í þriðja sæti urðu feðgarnir Sigurður Þorsteinn Guðmundsson (KFA) og Mattías Leó Sigurðsson (KFA).

Staðan eftir undanúrslit

Staðan eftir forkeppni

Fréttir frá keppnistímabilinu – Deildarkeppni liða

Deildarkeppnin er í fullum gangi þessa dagana og önnur mót fara fram samkvæmt venju. Um komandi helgi verður síðasta Íslandsmót ársins þegar keppt verður í tvímenningi það sem leiknir verða 8 leikir í forkeppni en það mót er með flesta leiki í einu af öllum Íslandsmótunum.

Í deildarkeppninni er mismunandi eftir deildum hve mörgum leikjum hvert lið hefur lokið en almennt er um 6 til 7 umferðum lokið heilt yfir. Ef rýnt er í stöðuna má sjá ýmislegt spennandi og gaman er að bera stöðuna saman við óformlega spá keilara um hvernig deildirnar fara.

1.  deild kvenna

Hér hafa flest lið lokið 6 umferðum og er lið ÍR-TT efst með 55,5 stig en KFR-Valkyrjur eru skammt undan með 53,5 stig en eiga leik til góða. Aðeins munar 10 stigum á 3. sæti og þess neðsta eða 6. sætis og allt getur því gert í þessari deild.

Ef staðan er borin saman við óformlegu spánna þá eru flestir þar á því að ÍR-TT hafi þetta á endanum en alls fengu þær 58% atkvæða og KFR-Valkyrjur 25%

1.  deild karla

Hér eru ÍR liðin PLS og L með ágæta forystu eftir 6 leiki, PLS með 69 stig og L liðið með 62,5. KR-A er þessa stundina að passa upp á neðsta sætið með 14 stig og KFR-Grænu töffararnir eru þar fyrir ofan með 23 stig en nóg er af stigunum það sem eftir er tímabilsins svo þetta getur allt breyst í næstu umferðum.

Næsta umferð er þess vegna nokkuð áhugaverð en þá mætast þessi lið innbyrgðis, ÍR-PLS tekur á móti ÍR-L og KR-A tekur á móti KFR-Grænu töffurunum.

Samkvæmt könnuninni sem gerð var þá eru flestir á því að ÍA-A liðið vermi efsta sætið að lokinni deildarkeppni eða um 47% en þeir eru þessa stundina í 3. sæti með 45 stig en eiga leik til góða.

2.  deild kvenna

Í 2. deild kvenna er smá spenna en þó aðalega um 2. sætið. KFR-Afturgöngur ætla sér greinilega að ganga aftur upp í deild þeirra bestu en þær eru þessa stundina með 68,5 stig. ÍA-Meyjur eru í 2. sætinu með 47,5 stig og í 5. sæti eru ÍR-KK með 42 stig.

Þær sem spila þarna í 2. deildinni ætla sér greinilega að standa undir spánni sem gerð var en þar var þeim spáð upp, Afturgöngurnar með 47% atkvæða og Meyjurnar með 35%.

2.  deild karla

Hér er staðan svolítið snúin því þau lið sem hafa leikið flesta leiki hafa lokið 7 umferðum en Þór-Víkingar hafa aðeins lokið 3 umferðum og önnur lið eitthvað þarna á milli. ÍR-Naddóður er í efsta sætinu um sinn með 63 stig og ÍA-W er í 2. sætinu með 57 stig, bæði lið hafa lokið 6 leikjum. Ef rýnt er í meðaltal liða þá eru Naddóðsmenn með 184 í liðsmeðaltal, ÍA-W með 157 en ÍR-Broskarlar eru með næst besta meðaltalið eða 176 en hafa einungis leikið 4 leiki og eru með 39 stig.

Spáin góða gerir ráð fyrir að, bara eitthvað gerist því atkvæðið dreifðust vel á milli liða, ÍR-Öðlingar með 18% en Þór var með 21% en það lið dróg sig úr keppni áður en hún hófst. Naddóður var með 11% eins og ÍA-W en ÍA-B var með 15% en þeir sitja í 9. sæti með 37 stig eftir 7 umferðir.

3.  deild karla

Hér hafa flest lið lokið 7 umferðum, einhver liðanna hafa lokið 6 en ÍA-Menn hafa einungis klárað 4 umferðir.

ÍR-Nas er í efsta stæði með 79 stig, ÍR-T er í 2. sætinu með 65, stigi á undan ÍR-Keila.is og 3. stigum fleiri en ÍR-Gaurar. Spennan því nokkur um efstu sætin og þáttökurétt í 2. deild að ári.

Spádómurinn hér gerir ráð fyrir að ÍR-Splitturnar þrjár myndu klára deildina í ár, fengu heil 48% atkvæða, áttu gott tímabil í fyrra en þeir eru þessa stundina aðeins í 7. sæti.

Stöðurnar í deildum má finna hér.

Valgeir endurkjörinn forseti Evrópska keilusambandsins

Keilusamband Íslands óskar Valgeiri Guðbjartssyni innilega til hamingju með endurkjör sitt sem forseti Evrópska keilusambandsins (European Bowling Federation – EBF). Kosningin fór fram á ársþingi EBF sem haldið var í Vínarborg þann 26. október og sóttu formaður KLÍ og framkvæmdastjóri þingið fyrir Íslands hönd. 

Valgeir hefur gengt embætti forseta EBF frá 2023. Hann hefur um árabil unnið ötullega bæði innanlands og erlendis að eflingu og þróun keiluíþróttarinnar og er því afar vel að því komin að leiða þau mikilvægu verkefni sem framundan eru á vegum EBF.