Rig Bowling 2026 lokið – takk öll!

Facebook
Twitter

RIG Bowling 2026 lauk í kvöld. Emanuel Jonsson (Svíþjóð) stóð uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi úrslitaleik þar sem hann keppti við Nora Johannsson (Svíþjóð). Úrslitin réðust ekki fyrr en í tíunda ramma og voru frábær skemmtun. Adam Pawel Blaszczak (Póllandi) varð í þriðja sæti og Jonathan Johansson (Svíþjóð) varð í því fjórða.

Margir ungir Íslendingar spiluðu frábærlega á mótinu. Mikael Aron Vilhelmsson sem er 19 ára setti Íslandsmet í sex leikjum í karlaflokki. Bára Líf Gunnarsdóttur 14 ára sló Íslandsmet í fimm leikjum í fullorðinsflokki kvenna og fjölda unglingameta einnig. Evan Julburom 15 ára spilaði sig inn í átta manna úrslit og tapaði þar naumlega fyrir Emanuel Jonsson, sigurvegara mótsins.

Öll úrslit úr mótinu má nálgast á rigbowling.is og fréttir og myndir frá mótinu eru á facebooksíðu mótsins.

Í lok þessa stærsta móts Keilusambands Íslands á árinu sendir sambandið innilegar þakkir til allra sem að mótinu koma:

Takk keilarar fyrir að koma og spila yfir 1800 leiki á RIG!

Takk styrktarðailar, Toyota, Ping Pong, Hudson Pro Shop, IceSport, Kassaleigan, Garðaþjónustan, Shake&Pizza, Keiluhöllin og Mosfellsbakarí.

Takk Sýn Sport fyrir faglega útsendingu frá úrslitunum.

Takk starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir fyrirmyndar viðmót og þjónustu á RIG.

Takk útsendingateymi fyrir að streyma yfir 60 klukkustundum af keilu á youtube síðu KLÍ.

Og síðast en ekki síst, takk sjálfboðaliðar fyrir að gefa yfir 500 klukkustundir af tíma ykkar í vinnu við RIG.

Án ykkar allra væri ekkert RIG.

Nýjustu fréttirnar