RIG Bowling hefst laugardaginn 17. janúar og klárast með úrslitum sunnudaginn 25. janúar.
Mótið er hluti af Evrópumótaröð Evrópska keilusambandsins og er stærsta mót Keilusambands Ísland í ár.
Nú þegar eru 97 keppendur skráðir til leiks sem munu spila yfir 1500 leiki næstu vikuna.
Keilusamband Íslands mun streyma frá öllum riðlum og verður streymið aðgengilegt á youtube síðu sambandsins.
Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins og facebook síðu þess RIG Bowling.
Þá þakkar Keilusamband Íslands styrktaraðilum mótsins Toyota, Ping Pong, Hudson Pro Shop, IcePort, Kassaleigunni, Shake&Pizza og Keiluhöllinni kærlega fyrir stuðninginn.




