RIG Bowling fer af stað

Facebook
Twitter

RIG Bowling hefst laugardaginn 17. janúar og klárast með úrslitum sunnudaginn 25. janúar.

Mótið er hluti af Evrópumótaröð Evrópska keilusambandsins og er stærsta mót Keilusambands Ísland í ár.

Nú þegar eru 97 keppendur skráðir til leiks sem munu spila yfir 1500 leiki næstu vikuna.

Keilusamband Íslands mun streyma frá öllum riðlum og verður streymið aðgengilegt á youtube síðu sambandsins.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins og facebook síðu þess RIG Bowling.

Þá þakkar Keilusamband Íslands styrktaraðilum mótsins Toyota, Ping Pong, Hudson Pro Shop, IcePort, Kassaleigunni, Shake&Pizza og Keiluhöllinni kærlega fyrir stuðninginn.

Nýjustu fréttirnar