Landsliðsnefnd KLÍ hefur fengið þau Mattias Möller frá Svíþjóð og Katrínu Fjólu Bragadóttur úr KFR til að taka að sér Evrópumót ungmenna U18 sem fram fer í Berlín um komandi páska, EYC2026. Hafa þau valið liðin sem taka þátt en samkvæmt venju eru það 4 piltar og 4 stúlkur sem hvert land getur sent á mótið.
Fyrir hönd Íslands keppa eftirfarandi aðilar:
Stúlkur
- Alexandra Erla Guðjónsdóttir
- Bára Líf Gunnarsdóttir
- Julia Sigrún Filippa Lindén
- Særós Erla Jóhönnudóttir
Piltar:
- Ásgeir Karl Gústafsson
- Svavar Steinn Guðjónsson
- Tristan Máni Nínuson
- Þorgils Lárus Davíðsson
Þjálfarar:
- Mattias Möller
- Katrín Fjóla Bragadóttir
Framundan hjá Landsliðsnefnd er síðan að ganga frá skipulagi landsliðsmála og velja landsliðsþjálfara allra landsliða KLÍ. Er von á niðurstöðum í því máli á næstu vikum og verða þau mál kynnt sérstaklega hér á vef Keilusambandsins.




