Heimsmeistaramót öldunga í Reno Nevada

Facebook
Twitter

Í komandi viku eða dagana 13. til 23. október fer fram Heimsmeistaramót IBF í öldungaflokki og fer mótið fram í hinum margfræga keilusal National Bowling Stadium í Reno Nevada sem er einn af stærri keilusölum þar ytri með 78 brautum.

Sem fyrr er HM mót öldunga skipt upp í tvo keppnisflokka, 50 ára plús og 65 ára plús. Keppt er bæði í karla og kvennaflokkum í hvorum aldurflokki og sendir Ísland fullt lið í alla flokka eða alls 16 keppendur.

Keppt verður að venju í einstakling-, tvímennings- og liðakeppni en að þeim lokum fer fram Masters keppni meðaltalshæstu einstaklinganna. Upplýsingasíða mótsins er hér.

Þátttakendur í mótinu verða eftirfarandi:

Konur 50+

  • Halldóra Íris Ingvarsdóttir
  • Helga Sigurðardóttir
  • Laufey Sigurðardóttir
  • Sigríður Klemensdóttir

Karlar 50+

  • Bjarki Sigurðsson
  • Freyr Bragason
  • Guðmundur Sigurðsson
  • Matthías Helgi Júlíusson

Konur 65+

  • Bára Ágústsdóttir
  • Guðný Gunnarsdóttir
  • Jóna Gunnarsdóttir
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir

Karlar 65+

  • Birgir Guðlaugsson
  • Guðmundur Konráðsson
  • Sveinn Þrastarson
  • Þórarinn Már Þorbjörnsson

Þjálfari liðanna

  • Adam Pawel Blaszczak

Nýjustu fréttirnar