Tímabilið 2025 til 2026 fer af stað

Facebook
Twitter

Á miðvikudaginn kemur þann 17. september hefst keppnistímabilið í keilu 2025 til 2026 með Meistarakeppni KLÍ. Þar eigast við í kvennaflokki ÍR TT sem varð bæði Íslands- og bikarmeistarar 2025 við KFR Afturgöngurnar sem urðu í 2. sæti bikarkeppninnar í ár. Karla megin eigast síðan við Íslandsmeistararnir 2025 ÍR PLS gegn Bikarmeisturum 2025 ÍR KLS. Stefnt verður að því að streyma frá Meistarakeppninni á Facebook síðu KLÍ.

Sem fyrr markar þetta mót upphaf keppnistímabilsins og strax um næstu helgi verða fyrstu deildarleikirnir leiknir upp á Skaga en svo hefst deildarkeppnin í Egilshöll á mánudaginn í næstu viku.

Deildarkeppnin í keilu 2025 til 2026

Í deildarkeppninni þetta tímabilið eigast við 6 lið í 1. deild kvenna og 5 lið í 2. deild kvenna. Í 1. deild karla leika 11 lið þetta tímabilið, 12 lið í 2. deild og sömu leiðis 12 lið í 3. deild, alls eru því skráð til leiks 46 lið á komandi tímabili.

Fjöldi liða skiptist á félögin með þessum hætti þetta tímabilið:

  • ÍA 7 lið eða 15% af heildarfjölda liða
  • ÍR 26 lið eða 57%
  • KFR 6 lið eða 13%
  • KR 1 leið eða 2%
  • Þór 2 lið eða 4%
  • Öspin 4 lið eða 9%

Dagskrá keppnistímabilsins í keilu

Sjá má dagskrá vetrarins á vef Keilusambandsins.

Niðurröðun deildarkeppni í keilu

Sjá má niðurröðun deilda hér í valmynd fyrir ofan, Mót á vegum KLÍ – deildir – viðkomandi deild

Nýjustu fréttirnar